Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 18:02 Það gengur vel hjá Liverpool þessa dagana og ríkasti maður heims, Elon Musk, er nú sagðir hafa áhuga að eignast félagið. Getty/Tom Williams/Liverpool FC Faðir auðjöfursins Elon Musk segir son sinn hafa á áhuga á því að eignast enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Errol Musk talaði opinskátt um Liverpool áhuga sonar síns í nýju viðtali. „Já, hann myndi vilja kaupa Liverpool. Augljóslega. Allir vilja eignast Liverpool og ég líka,“ sagði Errol Musk í viðtali við Times Radio. Útvarpsmaðurinn spurði Musk hreint út vegna þess að bandariskir slúðurfjölmiðlar höfðu verið duglegir að fjalla um áhuga Musk á Liverpool. „Amma hans fæddist í Liverpool og við eigum ættingja í borginni. Við vorum svo lukkuleg að þekkja vel til Bítlanna af því að fólk úr fjölskyldunni ólst upp með þeim,“ sagði Musk. Express segir frá. „Ég get samt ekki staðfest það að hann ætli að kaupa félagið því þá munu þeir bara hækka verðið. Hann hefur samt áhuga en það þýðir samt ekki að hann ætli að kaupa,“ sagði Musk eldri. Elon Musk hefur verið afar áberandi síðan hann keypti Twitter og breytti samfélagsmiðlunum í X. Þá var hann lykilmaður þegar Donald Trump endurheimti forsetaembættið í Bandaríkjunum. Hann á líka fyrirtækin Tesla og SpaceX en nú horfir hann út fyrir Bandaríkin til að auka áhrif sín á alþjóðlegum vettvangi. Musk hefur vissulega efni á félaginu enda ríkasti maður heims. Hvort bandarískir eigendur Liverpool vilji selja er allt önnur saga. Þá mun verðið alltaf vera úrslitavaldur þear kemur að mögulegum kaupum. Liverpool er með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er einnig á toppi Meistaradeildarinnar. Þetta gæti því orðið magnað tímabil fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Elon Musk Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Errol Musk talaði opinskátt um Liverpool áhuga sonar síns í nýju viðtali. „Já, hann myndi vilja kaupa Liverpool. Augljóslega. Allir vilja eignast Liverpool og ég líka,“ sagði Errol Musk í viðtali við Times Radio. Útvarpsmaðurinn spurði Musk hreint út vegna þess að bandariskir slúðurfjölmiðlar höfðu verið duglegir að fjalla um áhuga Musk á Liverpool. „Amma hans fæddist í Liverpool og við eigum ættingja í borginni. Við vorum svo lukkuleg að þekkja vel til Bítlanna af því að fólk úr fjölskyldunni ólst upp með þeim,“ sagði Musk. Express segir frá. „Ég get samt ekki staðfest það að hann ætli að kaupa félagið því þá munu þeir bara hækka verðið. Hann hefur samt áhuga en það þýðir samt ekki að hann ætli að kaupa,“ sagði Musk eldri. Elon Musk hefur verið afar áberandi síðan hann keypti Twitter og breytti samfélagsmiðlunum í X. Þá var hann lykilmaður þegar Donald Trump endurheimti forsetaembættið í Bandaríkjunum. Hann á líka fyrirtækin Tesla og SpaceX en nú horfir hann út fyrir Bandaríkin til að auka áhrif sín á alþjóðlegum vettvangi. Musk hefur vissulega efni á félaginu enda ríkasti maður heims. Hvort bandarískir eigendur Liverpool vilji selja er allt önnur saga. Þá mun verðið alltaf vera úrslitavaldur þear kemur að mögulegum kaupum. Liverpool er með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er einnig á toppi Meistaradeildarinnar. Þetta gæti því orðið magnað tímabil fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Elon Musk Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira