Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, heilsar fólki á 90 ára afmælinu þann 15. apríl árið 2020. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var langt á undan sinni samtíð með áherslu sinni á íslenska tungu og á náttúruna í forsetatíð. Þetta segir ævisöguritari Vigdísar sem hefur í tilefni af nýjum þáttum um Vigdísi, útbúið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um upphaf, mótun og áhrif hennar. Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á. Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á.
Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?