Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Eva var stórglæsileg á brúðkaupsdaginn. Eva Bryngeirsdóttir jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segir að þau Kári muni nýta hverja einustu stund sem þau fái saman. Frá þessu greinir hún í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Eva og Kári gengu í hnapphelduna þann 22. nóvember síðastliðinn í Garðakirkju í Garðabæ þar sem Sr. Sigurvin Lárus Jónsson gaf þau saman í návist nánasta fólks brúðhjónanna. Eva klæddist fallegum hvítum síðkjól með blúndu og hvítu tjulli. Kári var í bláum jakkafötum og hvítri skyrtu með slaufu. Í færslunni segir Eva að henni hafi ekki grunað að hún myndi giftast besta vini sínum einn daginn. „Mig grunaði ekki heldur að hann hefði mætt allt of snemma í þennan heim! Eða hvort ég mætti of seint. Ég læri kannski einhvern tímann betur á tímann,“ skrifaði Eva á Instagram og vísaði til þess að Kári er fæddur árið 1949 en Eva 1987. Parið er því af ólíkum kynslóðum en ástin hefur aldrei spurt um slíkt. Þá birti Eva fallega mynd frá stóra deginum ásamt sonum hennar við altarið. Synir hennar klæddust ljósgráum jakkafötum, hvítri skyrtu og voru einkar flottir með slaufu í stíl við Kára. Ástin virðist blómstra hjá parinu en fyrstu fréttir af ástarfundum þeirra voru fluttar í sumar. Eva sagði við tilefnið á Instagram að lífið væri betra með Kára þegar hún birti mynd af þeim frá spænsku borginni Barcelona. Í september voru svo fluttar fréttir af því að Eva hefði flutt lögheimili sitt til Kára þar sem hann býr í Fagraþingi í Kópavogi. Þar búa þau að rosalegu útsýni yfir Elliðarvatn úr húsi Kára sem ætíð hefur vakið mikla athygli vegna einstaks útlits þess. Húsið vann sem dæmi til fyrstu verðlauna í flokki stórra einbýlishúsa árið 2014 á árlegri verðlaunahátíð bandaríska tímaritsins Interior Design. Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Eva og Kári gengu í hnapphelduna þann 22. nóvember síðastliðinn í Garðakirkju í Garðabæ þar sem Sr. Sigurvin Lárus Jónsson gaf þau saman í návist nánasta fólks brúðhjónanna. Eva klæddist fallegum hvítum síðkjól með blúndu og hvítu tjulli. Kári var í bláum jakkafötum og hvítri skyrtu með slaufu. Í færslunni segir Eva að henni hafi ekki grunað að hún myndi giftast besta vini sínum einn daginn. „Mig grunaði ekki heldur að hann hefði mætt allt of snemma í þennan heim! Eða hvort ég mætti of seint. Ég læri kannski einhvern tímann betur á tímann,“ skrifaði Eva á Instagram og vísaði til þess að Kári er fæddur árið 1949 en Eva 1987. Parið er því af ólíkum kynslóðum en ástin hefur aldrei spurt um slíkt. Þá birti Eva fallega mynd frá stóra deginum ásamt sonum hennar við altarið. Synir hennar klæddust ljósgráum jakkafötum, hvítri skyrtu og voru einkar flottir með slaufu í stíl við Kára. Ástin virðist blómstra hjá parinu en fyrstu fréttir af ástarfundum þeirra voru fluttar í sumar. Eva sagði við tilefnið á Instagram að lífið væri betra með Kára þegar hún birti mynd af þeim frá spænsku borginni Barcelona. Í september voru svo fluttar fréttir af því að Eva hefði flutt lögheimili sitt til Kára þar sem hann býr í Fagraþingi í Kópavogi. Þar búa þau að rosalegu útsýni yfir Elliðarvatn úr húsi Kára sem ætíð hefur vakið mikla athygli vegna einstaks útlits þess. Húsið vann sem dæmi til fyrstu verðlauna í flokki stórra einbýlishúsa árið 2014 á árlegri verðlaunahátíð bandaríska tímaritsins Interior Design.
Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira