Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2025 10:17 Ásta Einarsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Glódís Perla og Erna Magnúsdóttir við afhendingu styrksins. Ljósið Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, nýkjörinn íþróttamaður ársins, seldi áritaða treyju sína úr 3-0 sigrinum á Þýskalandi síðasta sumar til útgerðarmannsins Guðmundar Kristjánssonar, oft kenndur við Brim. Um var að ræða uppboð til styrktar Ljósinu sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem greinist með krabbamein. Guðmundur og Glódís mættu í heimsókn í Ljósið á Langholtsvegi 43 í Reykjavík á Þorláksmessu og færðu samtökunum eina milljón króna, upphæðina sem Guðmundur greiddi fyrir treyjuna. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ljóssins, tók við styrknum ásamt Ástu Einarsdóttur úr stjórn Ljóssins. „Við þökkum Glódísi og Guðmundi innilega fyrir þetta rausnarlega framlag sem mun nýtast Ljósinu til að halda áfram mikilvægri starfsemi sinni,“ segir á heimasíðu Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. Húsnæði Ljóssins er eins og fallegt heimili þar sem hægt er að koma í kaffihúsastemningu og spjalla við náungann. Til að auka virkni og þrek býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Má þar nefna heilsutengd námskeið, námskeið fyrir nýgreindar konur, fræðslufundi fyrir karlmenn, jógahópa, gönguhópa, líkamsrækt, handverkshópa, nudd og fleira. Þátttakendur í Ljósinu koma að eigin frumkvæði og áhuga og raða saman dagskrá sem hentar hverju sinni í samráði við fagaðila. Í Ljósinu er mikið unnið með lífsgæðin og lífsgleðina og lítið er talað um sjúkdóma og veikindi. Ljósið er opið mánudaga til fimmtudaga á milli 8:30 og 16:00, og föstudaga á milli 8:30 og 14:00 auk þess sem sérskipulögð námskeið eru á kvöldin og laugardögum. Krabbamein Fótbolti Hjálparstarf Góðverk Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Um var að ræða uppboð til styrktar Ljósinu sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem greinist með krabbamein. Guðmundur og Glódís mættu í heimsókn í Ljósið á Langholtsvegi 43 í Reykjavík á Þorláksmessu og færðu samtökunum eina milljón króna, upphæðina sem Guðmundur greiddi fyrir treyjuna. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ljóssins, tók við styrknum ásamt Ástu Einarsdóttur úr stjórn Ljóssins. „Við þökkum Glódísi og Guðmundi innilega fyrir þetta rausnarlega framlag sem mun nýtast Ljósinu til að halda áfram mikilvægri starfsemi sinni,“ segir á heimasíðu Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. Húsnæði Ljóssins er eins og fallegt heimili þar sem hægt er að koma í kaffihúsastemningu og spjalla við náungann. Til að auka virkni og þrek býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Má þar nefna heilsutengd námskeið, námskeið fyrir nýgreindar konur, fræðslufundi fyrir karlmenn, jógahópa, gönguhópa, líkamsrækt, handverkshópa, nudd og fleira. Þátttakendur í Ljósinu koma að eigin frumkvæði og áhuga og raða saman dagskrá sem hentar hverju sinni í samráði við fagaðila. Í Ljósinu er mikið unnið með lífsgæðin og lífsgleðina og lítið er talað um sjúkdóma og veikindi. Ljósið er opið mánudaga til fimmtudaga á milli 8:30 og 16:00, og föstudaga á milli 8:30 og 14:00 auk þess sem sérskipulögð námskeið eru á kvöldin og laugardögum.
Krabbamein Fótbolti Hjálparstarf Góðverk Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“