Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. janúar 2025 08:00 Trent Alexander-Arnold í baráttunni við Matthijs de Ligt. Liverpool FC/Getty Images Sparkspekingurinn Roy Keane er að venju með munninn fyrir neðan nefið og hann lét Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool, heyra það eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United. Trent er sagður nálægt því að ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Það hefur mikið verið ritað um framtíð Trent undanfarnar vikur en leikmaðurinn er talinn vera við það að samþykkja samningstilboð Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Samningur hans rennur út næsta sumar og því má hann semja við lið utan Englands. Liverpool hefur hins vegar boðið honum nýjan og betri samning en leikmaðurinn virðist ekki viss hvað skal gera. Það sama verður sagt um varnarleik hans í leik helgarinnar gegn Man United. Í fyrri hálfleik var hann alls ekki í línu þegar varnarlína Liverpool lyfti upp og því slapp Rasmus Höjlund í gegn. Sem betur fer fyrir Trent þá er danski framherjinn með sjálfstraustið niðri í kjallaranum og Alisson, markvörður Liverpool, frábær einn á einn. Þegar Trent gleymdi sér á nýjan leik í síðari hálfleik var hann ekki jafn heppinn. Aftur hélt hann ekki línu og Lisandro Martínez kom gestunum yfir. Að loknum leik lét Keane, sem er fyrrum fyrirliði Man Utd, gamminn geisa. "He's going to Tranmere Rovers after this" 💬Roy Keane's honest opinion on Trent Alexander-Arnold's defending. pic.twitter.com/vE02Qmnqik— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 5, 2025 „Varnarlega hefur Trent verið skelfilegur. Við tölum um hversu frábær hann er en varnarleikurinn hans er eins og eitthvað hjá grunnskólakrakka. Hann er orðaður við Real Madríd en ætti að vera orðaður við Tranmere Rovers miðað við spilamennskuna,“ sagði Keane um enska landsliðsmanninn eftir stórleik helgarinnar. Tranmere Rovers er í 20. sæti ensku D-deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Það hefur mikið verið ritað um framtíð Trent undanfarnar vikur en leikmaðurinn er talinn vera við það að samþykkja samningstilboð Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Samningur hans rennur út næsta sumar og því má hann semja við lið utan Englands. Liverpool hefur hins vegar boðið honum nýjan og betri samning en leikmaðurinn virðist ekki viss hvað skal gera. Það sama verður sagt um varnarleik hans í leik helgarinnar gegn Man United. Í fyrri hálfleik var hann alls ekki í línu þegar varnarlína Liverpool lyfti upp og því slapp Rasmus Höjlund í gegn. Sem betur fer fyrir Trent þá er danski framherjinn með sjálfstraustið niðri í kjallaranum og Alisson, markvörður Liverpool, frábær einn á einn. Þegar Trent gleymdi sér á nýjan leik í síðari hálfleik var hann ekki jafn heppinn. Aftur hélt hann ekki línu og Lisandro Martínez kom gestunum yfir. Að loknum leik lét Keane, sem er fyrrum fyrirliði Man Utd, gamminn geisa. "He's going to Tranmere Rovers after this" 💬Roy Keane's honest opinion on Trent Alexander-Arnold's defending. pic.twitter.com/vE02Qmnqik— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 5, 2025 „Varnarlega hefur Trent verið skelfilegur. Við tölum um hversu frábær hann er en varnarleikurinn hans er eins og eitthvað hjá grunnskólakrakka. Hann er orðaður við Real Madríd en ætti að vera orðaður við Tranmere Rovers miðað við spilamennskuna,“ sagði Keane um enska landsliðsmanninn eftir stórleik helgarinnar. Tranmere Rovers er í 20. sæti ensku D-deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira