„Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2025 08:33 Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta er að söðla um í þýskalandi. Búið er að kaupa hann til fallbaráttuliðs Erlangen frá Leipzig Vísir/ÍVAR Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. Viggó hefur verið keyptur frá Leipzig, sem er um miðja deild í Þýskalandi, til fallbaráttuliðs Erlangen. Íslendingurinn hefur verið lykilmaður hjá Leipzig síðan árið 2022, raðað inn mörkum og komu þessi félagsskipti mörgum spánskt fyrir sjónir. „Út á við lítur þetta kannski skringilega út. Í fyrsta lagi er þetta lið sem að á ekki að vera svona neðarlega í töflunni. Þetta er lið sem á að vera miklu ofar. Þeir komu bara með tilboð til Leipzig í byrjun desember, forráðamenn liðanna ræddu sín á milli og komust að samkomulagi. Í framhaldinu næ ég síðan að semja við Erlangen. Þeir eru í erfiðri stöðu og urðu að gera eitthvað. Þeir gerðu mikið til þess að ná mér. Ég get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir en mér finnst þetta spennandi og hlakka til.“ Viggó fær betri samning hjá Erlangen „Enda væri maður ekki að fara til liðs sem á pappír er verra lið og rífa fjölskylduna upp með sér með flutningum og öllu sem því fylgir nema þetta passaði allt saman. Launakröfur er einn hluti af því.“ Svæsin flensa kom hins vegar í veg fyrir að Viggó gæti kvatt Leipzig almennilega. Ekki er vitað hvað var að hrjá skyttuna en hann er allur að koma til. „Það var leiðinlegt að fá ekki að kveðja liðsfélagana og áhorfendur. Slútta þessu almennilega. En það er ekki hægt að breyta því, svekkjandi en ég kem þarna einhvern tímann aftur og hirði tvö stig af þeim, kveð þá þannig.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Viggó hefur verið keyptur frá Leipzig, sem er um miðja deild í Þýskalandi, til fallbaráttuliðs Erlangen. Íslendingurinn hefur verið lykilmaður hjá Leipzig síðan árið 2022, raðað inn mörkum og komu þessi félagsskipti mörgum spánskt fyrir sjónir. „Út á við lítur þetta kannski skringilega út. Í fyrsta lagi er þetta lið sem að á ekki að vera svona neðarlega í töflunni. Þetta er lið sem á að vera miklu ofar. Þeir komu bara með tilboð til Leipzig í byrjun desember, forráðamenn liðanna ræddu sín á milli og komust að samkomulagi. Í framhaldinu næ ég síðan að semja við Erlangen. Þeir eru í erfiðri stöðu og urðu að gera eitthvað. Þeir gerðu mikið til þess að ná mér. Ég get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir en mér finnst þetta spennandi og hlakka til.“ Viggó fær betri samning hjá Erlangen „Enda væri maður ekki að fara til liðs sem á pappír er verra lið og rífa fjölskylduna upp með sér með flutningum og öllu sem því fylgir nema þetta passaði allt saman. Launakröfur er einn hluti af því.“ Svæsin flensa kom hins vegar í veg fyrir að Viggó gæti kvatt Leipzig almennilega. Ekki er vitað hvað var að hrjá skyttuna en hann er allur að koma til. „Það var leiðinlegt að fá ekki að kveðja liðsfélagana og áhorfendur. Slútta þessu almennilega. En það er ekki hægt að breyta því, svekkjandi en ég kem þarna einhvern tímann aftur og hirði tvö stig af þeim, kveð þá þannig.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira