Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 10:45 Elvar Örn Jónsson var mættur á æfingu í Víkinni á föstudag en gat ekki tekið fullan þátt vegna meiðsla. vísir/Ívar Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen. Elvar er að jafna sig af meiðslum og hefur ekki tekið fullan þátt í fyrstu æfingum landsliðsins sem kom saman til æfinga á Íslandi fyrir þremur dögum. Hann ræddi við Vísi í Víkinni á föstudaginn og má sjá viðtalið í spilaranum hér að neðan. Klippa: Elvar Örn gæti orðið meistari í Þýskalandi Ísland byrjar HM á leik við Grænhöfðaeyjar eftir ellefu daga, fimmtudagskvöldið 16. janúar, og þá ætti Elvar að vera klár í slaginn. Hann vonast meira að segja til að geta spilað vináttulandsleikina við Svíþjóð ytra, 9. og 11. janúar. Stefnir á leikina við Svíþjóð „Það kom smávægileg tognun í rassvöðvann í næstsíðasta leiknum [með Melsungen í desember]. Ég þurfti að hætta í þeim leik og spilaði ekki síðasta leikinn. Svo kom í ljós að þetta var fyrstu gráðu tognun, sem þýðir 2-3 vikur. Vonandi verð ég kominn í bolta [í vikunni sem hófst í dag],“ sagði Elvar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég tel HM ekki vera í hættu. Ég ætla að reyna að ná þessum Svíaleikjum til að komast í gang,“ bætti hann við en fyrri leikurinn við Svía er í Kristianstad á fimmtudaginn og sá seinni í Malmö næsta laugardag. Lið Elvars komið mörgum á óvart Elvar er ekki bara lykilmaður í landsliðinu heldur einnig hjá Melsungen sem er með fjögurra stiga forskot í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Elvar ætti því að mæta fullur sjálfstrausts á HM: „Já klárlega. Okkur hefur gengið gríðarlega vel. Spilað frábærlega og komið svolítið mörgum á óvart. Mér líður mjög vel í líkamanum og kem gríðarlega klár í þetta mót.“ En er hann bjartsýnn á að landa titli í vor? „Það er erfið spurning. En það er búið að ganga mjög vel og það hefur allt gengið upp, sérstaklega á móti stóru liðunum. Við þurfum bara að taka stöðuna í mars-apríl og sjá hvar við stöndum þá.“ Gísli, Ómar og Janus gefið góða innsýn Ljóst er að Elvar yfirgefur Melsungen í sumar því hann hefur samið við Magdeburg og er spenntur fyrir komunni þangað: „Gísli og Ómar eru þarna nú þegar og það er alltaf gott að vera með Íslendinga í liðinu. Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er heimsklassaklúbbur og ég er spenntur að fara þangað og gera eitthvað gott,“ sagði Elvar sem hefur að sjálfsögðu rætt við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon og Janus Daða Smárason um reynslu þeirra af Melsungen: „Maður er búinn að fá innsýn í hvernig klúbburinn er og það hljómar allt mjög vel.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Tengdar fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4. janúar 2025 11:02 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00 Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31 „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00 „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Elvar er að jafna sig af meiðslum og hefur ekki tekið fullan þátt í fyrstu æfingum landsliðsins sem kom saman til æfinga á Íslandi fyrir þremur dögum. Hann ræddi við Vísi í Víkinni á föstudaginn og má sjá viðtalið í spilaranum hér að neðan. Klippa: Elvar Örn gæti orðið meistari í Þýskalandi Ísland byrjar HM á leik við Grænhöfðaeyjar eftir ellefu daga, fimmtudagskvöldið 16. janúar, og þá ætti Elvar að vera klár í slaginn. Hann vonast meira að segja til að geta spilað vináttulandsleikina við Svíþjóð ytra, 9. og 11. janúar. Stefnir á leikina við Svíþjóð „Það kom smávægileg tognun í rassvöðvann í næstsíðasta leiknum [með Melsungen í desember]. Ég þurfti að hætta í þeim leik og spilaði ekki síðasta leikinn. Svo kom í ljós að þetta var fyrstu gráðu tognun, sem þýðir 2-3 vikur. Vonandi verð ég kominn í bolta [í vikunni sem hófst í dag],“ sagði Elvar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég tel HM ekki vera í hættu. Ég ætla að reyna að ná þessum Svíaleikjum til að komast í gang,“ bætti hann við en fyrri leikurinn við Svía er í Kristianstad á fimmtudaginn og sá seinni í Malmö næsta laugardag. Lið Elvars komið mörgum á óvart Elvar er ekki bara lykilmaður í landsliðinu heldur einnig hjá Melsungen sem er með fjögurra stiga forskot í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Elvar ætti því að mæta fullur sjálfstrausts á HM: „Já klárlega. Okkur hefur gengið gríðarlega vel. Spilað frábærlega og komið svolítið mörgum á óvart. Mér líður mjög vel í líkamanum og kem gríðarlega klár í þetta mót.“ En er hann bjartsýnn á að landa titli í vor? „Það er erfið spurning. En það er búið að ganga mjög vel og það hefur allt gengið upp, sérstaklega á móti stóru liðunum. Við þurfum bara að taka stöðuna í mars-apríl og sjá hvar við stöndum þá.“ Gísli, Ómar og Janus gefið góða innsýn Ljóst er að Elvar yfirgefur Melsungen í sumar því hann hefur samið við Magdeburg og er spenntur fyrir komunni þangað: „Gísli og Ómar eru þarna nú þegar og það er alltaf gott að vera með Íslendinga í liðinu. Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er heimsklassaklúbbur og ég er spenntur að fara þangað og gera eitthvað gott,“ sagði Elvar sem hefur að sjálfsögðu rætt við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon og Janus Daða Smárason um reynslu þeirra af Melsungen: „Maður er búinn að fá innsýn í hvernig klúbburinn er og það hljómar allt mjög vel.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Tengdar fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4. janúar 2025 11:02 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00 Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31 „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00 „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4. janúar 2025 11:02
Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00
Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31
„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54