Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:58 Glódís Perla átti sigurinn svo sannarlega skilinn. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53 Íþróttamaður ársins Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira
Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53
Íþróttamaður ársins Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira