„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 11:54 Fyrirliðinn Aron Pálmarsson á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“ HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32
Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46
Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45