Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 10:38 Arne Slot hefur enn vart stigið feilspor sem knattspyrnustjóri Liverpool. getty Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi. United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira
United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira