Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 22:52 Ruben Amorim er í miklum vandræðum með lið Manchester United sem færist nær fallsvæðinu. Getty/Robbie Jay Barratt Ruben Amorim segir að Newcastle sé betra lið en Manchester United og viðurkennir að liðið sem hann tók við í nóvember sé að sogast niður í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“ Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Sjá meira
Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Sjá meira