Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Aron Guðmundsson skrifar 30. desember 2024 11:01 Hveitibrauðsdögum Ruben Amorim í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United er lokið. Hann lætur þó ekki dræmt gengi innan vallar draga sig alveg niður í svaðið og vann góðverk á dögunum Vísir/Samsett mynd Þrátt fyrir að gengi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið er ljóst að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri liðsins, lætur það ekki eyðileggja fyrir sér allan daginn. Hann gerði góðverk og gladdi ungan stuðningsmann félagsins á dögunum. Amorim stýrði Manchester United í sjöunda skipti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum þegar að liðið tapaði 2-0 gegn Wolves á útivelli. Var þetta fjórða deildartap Manchester United frá því að Amorim tók við stjórnartaumunum af Erik ten Hag. Enginn þjálfari í sögu Manchester United hefur verið jafn fljótur að tapa jafn mörgum leikjum í deildinni. Manchester United er sem stendur í 14.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig og tekur á móti Newcastle United á Old Trafford í kvöld. Dræmt gengi innan vallar en bæði þjálfarar og leikmenn Manchester United reyna þó að halda í gleðina og ungur stuðningsmaður Manchester United, sem beið fyrir utan Carrington æfingasvæði Manchester United fékk einst upplifun. Í myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlinum X má sjá þennan unga stuðningsmann rétta Amorim heimagert bréf þegar að knattspyrnustjórinn mætti til vinnu einn daginn. Amorim veitti bréfinu viðtöku úr bíl sínum og nýtti strákurinn tækifærið og hrósaði Portúgalanum fyrir flotta bílinn sem hann keyrði. Hrósið féll vel í kramið hjá Amorim sem bauð stráknum að setjast upp í og ók hann með hann hring um Carrington æfingasvæðið. Upplifun sem pjakkurinn mun líklega seint gleyma en téð myndband má sjá hér fyrir neðan. Ruben Amorim takes a young fan for a lap around Carrington after saying he liked Ruben’s car 🚗 Class ❤️ pic.twitter.com/wBIHTUEBLK— United Zone (@ManUnitedZone_) December 29, 2024 Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Amorim stýrði Manchester United í sjöunda skipti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum þegar að liðið tapaði 2-0 gegn Wolves á útivelli. Var þetta fjórða deildartap Manchester United frá því að Amorim tók við stjórnartaumunum af Erik ten Hag. Enginn þjálfari í sögu Manchester United hefur verið jafn fljótur að tapa jafn mörgum leikjum í deildinni. Manchester United er sem stendur í 14.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig og tekur á móti Newcastle United á Old Trafford í kvöld. Dræmt gengi innan vallar en bæði þjálfarar og leikmenn Manchester United reyna þó að halda í gleðina og ungur stuðningsmaður Manchester United, sem beið fyrir utan Carrington æfingasvæði Manchester United fékk einst upplifun. Í myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlinum X má sjá þennan unga stuðningsmann rétta Amorim heimagert bréf þegar að knattspyrnustjórinn mætti til vinnu einn daginn. Amorim veitti bréfinu viðtöku úr bíl sínum og nýtti strákurinn tækifærið og hrósaði Portúgalanum fyrir flotta bílinn sem hann keyrði. Hrósið féll vel í kramið hjá Amorim sem bauð stráknum að setjast upp í og ók hann með hann hring um Carrington æfingasvæðið. Upplifun sem pjakkurinn mun líklega seint gleyma en téð myndband má sjá hér fyrir neðan. Ruben Amorim takes a young fan for a lap around Carrington after saying he liked Ruben’s car 🚗 Class ❤️ pic.twitter.com/wBIHTUEBLK— United Zone (@ManUnitedZone_) December 29, 2024
Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira