„Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 08:01 Alfreð Finnbogason fagnar hér einu af fjölmörgum mörkum sínum á atvinnumannaferlinum að þessu sinni marki fyrir þýska félagið FC Augsburg. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason gengur sáttur frá borði eftir farsælan knattspyrnuferil. Hann er ekki á heimleið strax, í það minnsta, en mun þó starfa fyrir uppeldisfélagið Breiðablik. Alfreð hefur verið á meðal fremri atvinnumanna Íslands og hefur farið víða. Svíþjóð, Danmörk, Holland, Spánn, Grikkland og Belgía á meðal áfangastaða. Hann hafði verið án liðs um hríð þegar hann lagði skóna á hilluna fyrir um mánuði síðan en slík ákvörðun er aldrei léttvæg. Erfiðasta ákvörðunin „Fyrir íþróttamenn er þetta líklega erfiðasta ákvörðun sem maður tekur nokkurn tímann og hún er ekki tekin oft. Að ákveða að hætta því sem maður hefur stefnt að alla ævi sem er að vera atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Alfreð í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Á sama tíma horfi ég mjög björtum augum á framtíðina og er bara spenntur fyrir því sem koma skal. Það eru algjör forréttindi að fá að hafa verið knattspyrnumaður svona lengi. Margir þurfa að hætta vegna meiðsla eða annarra ástæðna,“ sagði Alfreð. „Ég tók þessa ákvörðun sjálfur af því að ég tel það vera best fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég geng því mjög sáttur frá borði,“ sagði Alfreð. Ekki á heimaleið Alfreð er sérstakur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks en er þó ekki á heimleið, ekki strax í það minnsta. „Eftir að ég hætti þá hef ég meiri lausan tíma til að koma til Íslands og taka þátt í nýrri stefnu sem Breiðablik vill fara með nýju starfsfólki. Það er unnið frábært starf þar,“ sagði Alfreð. Mjög spennandi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið enn þá betra. Við erum að reyna að stuðla að því að setja upp ákveðna stefnu og byggja ofan á þennan frábæra árangur sem var á þessu ári. Að vera allavega í fremstu röð í meistaraflokkum og taka þá stefnu niður í yngri flokkana. Það er mjög spennandi að vera hluti af því,“ sagði Alfreð. Er hann síðan að koma heim eða hver eru næstu skrefin hjá honum með það? „Það er ekkert ákveðið með það. Ég reikna með því að við fjölskyldan munum búa erlendis allavega fram á næsta sumar. Svo munum við bara skoða stöðuna. Það er í rauninni ekkert ákveðið í því en krakkarnir mínir eru í skóla hérna erlendis og stefnan er að vera erlendis næstu mánuðina,“ sagði Alfreð. Íslendingar erlendis Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Alfreð hefur verið á meðal fremri atvinnumanna Íslands og hefur farið víða. Svíþjóð, Danmörk, Holland, Spánn, Grikkland og Belgía á meðal áfangastaða. Hann hafði verið án liðs um hríð þegar hann lagði skóna á hilluna fyrir um mánuði síðan en slík ákvörðun er aldrei léttvæg. Erfiðasta ákvörðunin „Fyrir íþróttamenn er þetta líklega erfiðasta ákvörðun sem maður tekur nokkurn tímann og hún er ekki tekin oft. Að ákveða að hætta því sem maður hefur stefnt að alla ævi sem er að vera atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Alfreð í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Á sama tíma horfi ég mjög björtum augum á framtíðina og er bara spenntur fyrir því sem koma skal. Það eru algjör forréttindi að fá að hafa verið knattspyrnumaður svona lengi. Margir þurfa að hætta vegna meiðsla eða annarra ástæðna,“ sagði Alfreð. „Ég tók þessa ákvörðun sjálfur af því að ég tel það vera best fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég geng því mjög sáttur frá borði,“ sagði Alfreð. Ekki á heimaleið Alfreð er sérstakur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks en er þó ekki á heimleið, ekki strax í það minnsta. „Eftir að ég hætti þá hef ég meiri lausan tíma til að koma til Íslands og taka þátt í nýrri stefnu sem Breiðablik vill fara með nýju starfsfólki. Það er unnið frábært starf þar,“ sagði Alfreð. Mjög spennandi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið enn þá betra. Við erum að reyna að stuðla að því að setja upp ákveðna stefnu og byggja ofan á þennan frábæra árangur sem var á þessu ári. Að vera allavega í fremstu röð í meistaraflokkum og taka þá stefnu niður í yngri flokkana. Það er mjög spennandi að vera hluti af því,“ sagði Alfreð. Er hann síðan að koma heim eða hver eru næstu skrefin hjá honum með það? „Það er ekkert ákveðið með það. Ég reikna með því að við fjölskyldan munum búa erlendis allavega fram á næsta sumar. Svo munum við bara skoða stöðuna. Það er í rauninni ekkert ákveðið í því en krakkarnir mínir eru í skóla hérna erlendis og stefnan er að vera erlendis næstu mánuðina,“ sagði Alfreð.
Íslendingar erlendis Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
„Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01
Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28