Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2024 08:00 Adam Ægir Pálsson hefur kynnst allskyns áskorunum á Ítalíu. Hann ætlar sér í atvinnumannaharkið af fullum krafti. Vísir/Arnar Margar áskoranir fylgja því að halda á vit ævintýranna sem atvinnumaður í knattspyrnu. Þessu hefur Adam Ægir Pálsson kynnst í Perugia á Ítalíu í vetur. Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira