Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 12:00 Jólasteikin situr lengur í sumum en öðrum. Kevin C. Cox/Getty Images for The Showdown Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi, verður frá keppni fyrstu vikur nýs árs eftir að hafa slasað sig við að elda jólasteikina í ár. Scheffler hefur dregið sig úr keppni á The Sentry, fyrsta móti ársins 2025, sem fram fer á Hawaii helgina 2.-5. janúar. Þá er einnig búist við því að hann missi af Sony Open, sem einnig fer fram á Hawaii, viku síðar, en hann verður líklega mættur aftur til keppni á American Express Championship í Kaliforníu sem hefst 16. janúar. Meiðslin sem halda Scheffler frá keppni eru því ekki alvarleg, en þau eru í það minnsta skondin. Scheffler slasaði sig við eldamennsku, nánar tiltekið þegar hann var að undirbúa jólasteikina. „Á jóladag, þegar Scottie var að undirbúa kvöldmatinn, fékk hann skurð í lófa hægri handar er hann skar sig á glerbroti,“ segir í yfirlýsingu frá Blake Smith, umboðsmanni Schefflers. THE SENTRY FIELD UPDATE AND STATEMENT ON BEHALF OF SCOTTIE SCHEFFLER pic.twitter.com/QTUXoNUMdd— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) December 27, 2024 „Lítil glerbrot urðu eftir í lófa hans og hann þarf því á skurðaðgerð að halda. Honum hefur verið sagt að hann ætti að vera búinn að ná sér að fullu eftir þrjár til fjórar vikur.“ Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Scheffler hefur dregið sig úr keppni á The Sentry, fyrsta móti ársins 2025, sem fram fer á Hawaii helgina 2.-5. janúar. Þá er einnig búist við því að hann missi af Sony Open, sem einnig fer fram á Hawaii, viku síðar, en hann verður líklega mættur aftur til keppni á American Express Championship í Kaliforníu sem hefst 16. janúar. Meiðslin sem halda Scheffler frá keppni eru því ekki alvarleg, en þau eru í það minnsta skondin. Scheffler slasaði sig við eldamennsku, nánar tiltekið þegar hann var að undirbúa jólasteikina. „Á jóladag, þegar Scottie var að undirbúa kvöldmatinn, fékk hann skurð í lófa hægri handar er hann skar sig á glerbroti,“ segir í yfirlýsingu frá Blake Smith, umboðsmanni Schefflers. THE SENTRY FIELD UPDATE AND STATEMENT ON BEHALF OF SCOTTIE SCHEFFLER pic.twitter.com/QTUXoNUMdd— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) December 27, 2024 „Lítil glerbrot urðu eftir í lófa hans og hann þarf því á skurðaðgerð að halda. Honum hefur verið sagt að hann ætti að vera búinn að ná sér að fullu eftir þrjár til fjórar vikur.“
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira