Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. desember 2024 08:00 Wayne Rooney og Frank Lampard sneru sér báðir að þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk. Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil. Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira