„Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2024 22:03 Viðar Örn Hafsteinsson hrósaði Obi Trotter í hástert eftir leikinn. vísir / Anton brink Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur. „Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “ Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
„Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “
Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira