„Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 18:00 Snorri Steinn segir ákveðinn létti fylgja því að hafa komið hópnum út. Vísir/Einar „Það er fínt að koma þessu frá sér að tilkynna hópinn. Núna tekur við smá bið. Ég hlakka til að fá þá í hendurnar og byrja að æfa,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sem kynnti leikmannahópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í Zagreb í janúar. Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira