Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 18:02 Arne Slot í Fulham leiknum þar sem hann viðurkenndi að hafa reynt of mikið að hafa áhrif á dómara leiksins. Getty/Alex Livesey Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu sínu ekki í kvöld þar sem að hann tekur út leikbann þegar liðið mætir Southampton í enska deildabikarnum. Slot ræddi samband sitt og dómara á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. „Þú reynir að hafa eins mikil áhrif á dómarana og hægt er,“ sagði Arne Slot við fjölmiðlamenn á fundinum. ESPN segir frá. „Mistökin sem ég hef gert, tvisvar sinnum hér og eins tvisvar sinnum í Hollandi, er að búa til kringumstæður eins og allir séu á móti þér og halda að það skili þér einhverju jákvæðu fyrir leikslok,“ sagði Slot. „Ég reyndi þetta í bæði Chelsea leiknum og Fulham leiknum en það breyttist ekkert. Það var ekki eins og þegar ég reyndi að hafa áhrif á hann að dómarinn gaf okkur allt í einu einu til tvær aukaspyrnur,“ sagði Slot. „Nei, hann hélt bara sömu línu allan leikinn. Ég veit að þetta virkar ekki en stundum hugsar þú: Get ég ekki haft einhver áhrif á hann? Það hjálpaði samt ekki neitt,“ sagði Slot. Slot fór í bann eftir að hafa fengið of mörg gul spjöld í fyrstu sautján leikjum sínum í enska boltanum. „Þú litur alltaf til baka en heilt yfir þá finnst mér ég vera rólegur á hliðarlínunni. Ég veit ekki hvort að það sé viturlegt að segja þetta en ég hef líka mín mörk. Við skulum orða það þannig. Þá læt ég tilfinningarnar hlaupa með mig í gönur en ég fer bara yfir þessi mörk vegna ákvarðana dómara eða ákvarðana leikmanna minna,“ sagði Slot. Sipke Hulshoff, aðstoðarmaður Slot, mun stýra liðinu í leiknum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Slot ræddi samband sitt og dómara á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. „Þú reynir að hafa eins mikil áhrif á dómarana og hægt er,“ sagði Arne Slot við fjölmiðlamenn á fundinum. ESPN segir frá. „Mistökin sem ég hef gert, tvisvar sinnum hér og eins tvisvar sinnum í Hollandi, er að búa til kringumstæður eins og allir séu á móti þér og halda að það skili þér einhverju jákvæðu fyrir leikslok,“ sagði Slot. „Ég reyndi þetta í bæði Chelsea leiknum og Fulham leiknum en það breyttist ekkert. Það var ekki eins og þegar ég reyndi að hafa áhrif á hann að dómarinn gaf okkur allt í einu einu til tvær aukaspyrnur,“ sagði Slot. „Nei, hann hélt bara sömu línu allan leikinn. Ég veit að þetta virkar ekki en stundum hugsar þú: Get ég ekki haft einhver áhrif á hann? Það hjálpaði samt ekki neitt,“ sagði Slot. Slot fór í bann eftir að hafa fengið of mörg gul spjöld í fyrstu sautján leikjum sínum í enska boltanum. „Þú litur alltaf til baka en heilt yfir þá finnst mér ég vera rólegur á hliðarlínunni. Ég veit ekki hvort að það sé viturlegt að segja þetta en ég hef líka mín mörk. Við skulum orða það þannig. Þá læt ég tilfinningarnar hlaupa með mig í gönur en ég fer bara yfir þessi mörk vegna ákvarðana dómara eða ákvarðana leikmanna minna,“ sagði Slot. Sipke Hulshoff, aðstoðarmaður Slot, mun stýra liðinu í leiknum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira