Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2024 17:16 Enzo Maresca styður Mykhailo Mudryk. getty/Alex Pantling Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að félagið trúi á sakleysi Mykhailos Mudryk sem féll á lyfjaprófi. Í gær var greint frá því að ólöglegt efni hefði greinst í þvagsýni Mudryks. Hann er kominn í ótímabundið bann frá fótbolta. Í kjölfar frétta gærdagsins sendi Mudryk frá sér yfirlýsingu þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. „Ég er í algjöru áfalli því ég hef aldrei notað ólögleg efni viljandi eða brotið neinar reglur. Ég vinn náið með teymi mínu að að rannsaka hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði Mudryk á Instagram. „En ég veit að ég gerði ekkert rangt og er bjartsýnn að ég snúi fljótlega aftur á völlinn.“ Maresca segir Chelsea standi þétt við bakið á Mudryk og trúi að hann hafi ekki haft rangt við. „Við styðjum Mykhailo og það þýðir að við trúum honum. Félagið, þjálfarateymið og allir á æfingasvæðinu styðja og treysta Mykhailo. Ég held að hann komi til baka en við vitum ekki hvenær. En hann snýr pottþétt aftur,“ sagði Maresca sem hefur verið í sambandi við Mudryk frá því að fréttir gærdagsins bárust. „Allir leikmenn sem lenda í svona þurfa stuðning. Þú þyrftir stuðning og ég líka. Þetta snýst ekki um aldur hans eða hvaðan hann kemur,“ sagði Maresca. Mudryk hefur leikið 73 leiki og skorað tíu mörk fyrir Chelsea síðan félagið keypti hann frá Shakhtar Donetsk í fyrra. Næsti leikur Chelsea er gegn Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Í gær var greint frá því að ólöglegt efni hefði greinst í þvagsýni Mudryks. Hann er kominn í ótímabundið bann frá fótbolta. Í kjölfar frétta gærdagsins sendi Mudryk frá sér yfirlýsingu þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. „Ég er í algjöru áfalli því ég hef aldrei notað ólögleg efni viljandi eða brotið neinar reglur. Ég vinn náið með teymi mínu að að rannsaka hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði Mudryk á Instagram. „En ég veit að ég gerði ekkert rangt og er bjartsýnn að ég snúi fljótlega aftur á völlinn.“ Maresca segir Chelsea standi þétt við bakið á Mudryk og trúi að hann hafi ekki haft rangt við. „Við styðjum Mykhailo og það þýðir að við trúum honum. Félagið, þjálfarateymið og allir á æfingasvæðinu styðja og treysta Mykhailo. Ég held að hann komi til baka en við vitum ekki hvenær. En hann snýr pottþétt aftur,“ sagði Maresca sem hefur verið í sambandi við Mudryk frá því að fréttir gærdagsins bárust. „Allir leikmenn sem lenda í svona þurfa stuðning. Þú þyrftir stuðning og ég líka. Þetta snýst ekki um aldur hans eða hvaðan hann kemur,“ sagði Maresca. Mudryk hefur leikið 73 leiki og skorað tíu mörk fyrir Chelsea síðan félagið keypti hann frá Shakhtar Donetsk í fyrra. Næsti leikur Chelsea er gegn Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira