Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 13:49 Ahmed al-Sharaa (til hægri) með erindreka Sameinuðu þjóðanna í Damaskus í vikunni. AP/SANA Ahmed al-Sharaa, valdamesti maður Sýrlands þessa dagana, vill að viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi verði felldar niður. Annars verði gífurlegar erfitt að endurbyggja Sýrland eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Hann segir endurbyggingu landsins vera í algjörum forgangi. Hann segir Sýrlendinga orðna þreytta á átökum og vilja fá að lifa í friði. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Sharaa hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Bashir hefur stýrt smáríki Sharaa og HTS í Idlib-héraði í nokkur ár og hafa aðrir embættismenn þaðan fylgt honum til Damaskus. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Sharaa segist staðráðinn í því að sameina mismunandi og á köflum deilandi fylkingar Sýrlands. Hann hefur einnig heitið kosningum á næsta ári en í ítarlegu viðtali við fréttamann France24 segir hann þó enn of snemmt að segja til um hvernig framtíðarstjórnvöld Sýrlands munu líta út. Hann segir að það muni taka tíma að semja nýja stjórnarskrá eftir fall Assad-stjórnarinnar sem stjórnað hafði Sýrlandi með harðri hendi í meira en hálfa öld. Enn sé til dæmis óljóst hve margir kjósendur Sýrlands séu. Margir hafi náð kosningaaldri í flóttamannabúðum og í öðrum ríkjum og mikilvægt sé að fá mikið af þessu fólki aftur heim og ná utan um sýrlensku þjóðina. Á þessum tíma þurfi að tryggja nægan mat fyrir alla, innviði, þjónustu og öryggi í Sýrlandi. Eitt það fyrsta sem Sharaa segist vilja gera er að halda þjóðþing og mynda þannig áherslur fyrir Sýrland til framtíðar. Hér má sjá fréttamanninn Wassim Nasr fara yfir viðtalið við Sharaa. 🇸🇾 #Syrian rebel leader Ahmed al-#Sharaa, better known by his nom de guerre Abu Mohammed al-#Jolani, called for the lifting of international sanctions in an exclusive interview Monday with a group of foreign journalists that included FRANCE 24’s @SimNasr.Here's the details ⤵️ pic.twitter.com/da4cYuyqsE— FRANCE 24 English (@France24_en) December 17, 2024 Vilja ekki átök Aðspurður um hvernig hann vilji binda enda á átök í Sýrlandi og koma í veg fyrir hefndaraðgerðir eftir þrettán ára átök, segir Sharaa mikilvægt að sækja Bashar al-Assad, aðra úr fjölskyldu hans og aðstoðarmenn til saka. Leggja verði hald á illa fenginn auð þeirra. Þá verði að veita öðrum sem komu að ríkisstjórn hans, og þá sérstaklega þeim sem höfðu ekkert um það að segja, sakaruppgjöf. Hann var einnig spurður út í árásir Ísraela á Sýrland frá því Assad-stjórnin féll en þær eru fjölmargar og umfangsmiklar. Flestar hafa þær beinst að hergögnum og vopnum stjórnarhers Assads, sem ráðamenn í Ísrael segja ekki mega komast í rangar hendur. Sjá einnig: Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands „Ísraelar höfðu þá afsökun til árása að íranskar sveitir voru hér í Sýrlandi. Þær eru þó farnar,“ sagði Sharaa. „Við viljum ekki átök. Hvorki við Ísrael eða önnur ríki. Sýrland verður ekki lengur notað til árása á önnur ríki. Sýrlendingar eru þreyttir og þurfa að fá að lifa í friði.“ Þjóðinni nú refsað í stað Assads Sharaa sagði nýja starfandi ríkisstjórn Sýrlands eiga við viðræðum við nokkur ríki og að ákveðin tengsl hefðu verið mynduð á undanförnum árum. Hann sagði að það mætti rekja til þess árangurs sem hann og aðrir stjórnendur HTS hefðu náð í stjórnun Idlib-héraðs í norðvesturhluta Sýrlands á undanförnum árum. Það hefði dregið úr tortryggni í garð þeirrar fylkingar sem hann leiðir. Þá kallaði hann eftir því að HTS yrði fjarlægt af listum ríkja heimsins yfir hryðjuverkasamtök. Vísaði hann til þess að samtökin gerðu ekki árásir á óbreytta borgara, sem væri ein af skilgreiningum hryðjuverka. Hann sagði skilgreiningu HTS þó ekki skipta miklu máli í stóra samhenginu. Það væri mikilvægast að losna við viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi, vegna þess hve miklu erfiðara þær gerðu uppbygginguna. Hann sagði að verið væri að refsa fórnarlömbum fyrir aðgerðir böðulsins, sem væri ekki lengur til staðar. Sýrland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Hann segir Sýrlendinga orðna þreytta á átökum og vilja fá að lifa í friði. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Sharaa hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Bashir hefur stýrt smáríki Sharaa og HTS í Idlib-héraði í nokkur ár og hafa aðrir embættismenn þaðan fylgt honum til Damaskus. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Sharaa segist staðráðinn í því að sameina mismunandi og á köflum deilandi fylkingar Sýrlands. Hann hefur einnig heitið kosningum á næsta ári en í ítarlegu viðtali við fréttamann France24 segir hann þó enn of snemmt að segja til um hvernig framtíðarstjórnvöld Sýrlands munu líta út. Hann segir að það muni taka tíma að semja nýja stjórnarskrá eftir fall Assad-stjórnarinnar sem stjórnað hafði Sýrlandi með harðri hendi í meira en hálfa öld. Enn sé til dæmis óljóst hve margir kjósendur Sýrlands séu. Margir hafi náð kosningaaldri í flóttamannabúðum og í öðrum ríkjum og mikilvægt sé að fá mikið af þessu fólki aftur heim og ná utan um sýrlensku þjóðina. Á þessum tíma þurfi að tryggja nægan mat fyrir alla, innviði, þjónustu og öryggi í Sýrlandi. Eitt það fyrsta sem Sharaa segist vilja gera er að halda þjóðþing og mynda þannig áherslur fyrir Sýrland til framtíðar. Hér má sjá fréttamanninn Wassim Nasr fara yfir viðtalið við Sharaa. 🇸🇾 #Syrian rebel leader Ahmed al-#Sharaa, better known by his nom de guerre Abu Mohammed al-#Jolani, called for the lifting of international sanctions in an exclusive interview Monday with a group of foreign journalists that included FRANCE 24’s @SimNasr.Here's the details ⤵️ pic.twitter.com/da4cYuyqsE— FRANCE 24 English (@France24_en) December 17, 2024 Vilja ekki átök Aðspurður um hvernig hann vilji binda enda á átök í Sýrlandi og koma í veg fyrir hefndaraðgerðir eftir þrettán ára átök, segir Sharaa mikilvægt að sækja Bashar al-Assad, aðra úr fjölskyldu hans og aðstoðarmenn til saka. Leggja verði hald á illa fenginn auð þeirra. Þá verði að veita öðrum sem komu að ríkisstjórn hans, og þá sérstaklega þeim sem höfðu ekkert um það að segja, sakaruppgjöf. Hann var einnig spurður út í árásir Ísraela á Sýrland frá því Assad-stjórnin féll en þær eru fjölmargar og umfangsmiklar. Flestar hafa þær beinst að hergögnum og vopnum stjórnarhers Assads, sem ráðamenn í Ísrael segja ekki mega komast í rangar hendur. Sjá einnig: Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands „Ísraelar höfðu þá afsökun til árása að íranskar sveitir voru hér í Sýrlandi. Þær eru þó farnar,“ sagði Sharaa. „Við viljum ekki átök. Hvorki við Ísrael eða önnur ríki. Sýrland verður ekki lengur notað til árása á önnur ríki. Sýrlendingar eru þreyttir og þurfa að fá að lifa í friði.“ Þjóðinni nú refsað í stað Assads Sharaa sagði nýja starfandi ríkisstjórn Sýrlands eiga við viðræðum við nokkur ríki og að ákveðin tengsl hefðu verið mynduð á undanförnum árum. Hann sagði að það mætti rekja til þess árangurs sem hann og aðrir stjórnendur HTS hefðu náð í stjórnun Idlib-héraðs í norðvesturhluta Sýrlands á undanförnum árum. Það hefði dregið úr tortryggni í garð þeirrar fylkingar sem hann leiðir. Þá kallaði hann eftir því að HTS yrði fjarlægt af listum ríkja heimsins yfir hryðjuverkasamtök. Vísaði hann til þess að samtökin gerðu ekki árásir á óbreytta borgara, sem væri ein af skilgreiningum hryðjuverka. Hann sagði skilgreiningu HTS þó ekki skipta miklu máli í stóra samhenginu. Það væri mikilvægast að losna við viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi, vegna þess hve miklu erfiðara þær gerðu uppbygginguna. Hann sagði að verið væri að refsa fórnarlömbum fyrir aðgerðir böðulsins, sem væri ekki lengur til staðar.
Sýrland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira