Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2024 19:23 Gleðin leyndi sér ekki þegar ábreiðuband fjögurra stráka og einnar stelpu, sem öll elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. vísir/elísabet Ábreiðuband fimm stráka sem elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. Rúrik segist ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið, það sé alltaf tækifæri til bætinga. Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár. Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02