„Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. desember 2024 14:34 Líf Ásu Ninnu breyttist á einni nóttu þegar hún og þáverandi maðurinn hennar skildu. „Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona. Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira