Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 16:24 Drekinn og King Kong þurfa að greiða stjórnvaldssekt upp á 400 þúsund krónur innan þriggja mánaða. Vilhelm/Facebook Neytendastofa hefur sektað tvö fyrirtæki fyrir að auglýsa neyslu og meðferð á nikótínvörum, og fyrir að auglýsa einstaka vörumerki framleiðenda slíkra vara. Sektirnar nema 400 þúsund krónum hvor. Í frétt á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þá hefur Neytendastofa birt ákvarðanir gagnvart tveimur fyrirtækjum vegna brota gegn auglýsingabanni, King Kong ehf. og Urriðafoss ehf., sem rekur Drekann. Í þeim kemur fram að það sé óheimilt að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Undir auglýsingar falli allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtæki hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Fram kemur að Neytendastofa hafi jafnframt lagt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Þá er það mat stofnunarinnar að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Má ekki standa „VAPE SHOP“ utan á sjoppunum Í ákvörðun Neytendastofu vegna King Kong ehf. segir að utan á verslunum fyrirtækisins mætti finna beinar tilvísanir til nikótínvara, rafretta og áfyllingar fyrir þær, en heiti verslunarinnar væri umkringt orðunum „VAPE SHOP“ auk auglýsingar þar sem fram kæmi „10 dósir að eigin vali á 6.500 kr.“ ásamt teiknaðri mynd af því sem virðist vera nikótíndós og nikótínpúði. Utan á verslun Drekans var sömuleiðis að finna orðin „VAPE SHOP“, að því er kemur fram í ákvörðun Neytendastofu vegna Urriðafoss ehf. Í báðum tilvikum taldi stofnunin ljóst að um væri að ræða beina tilvísun rafretta og áfyllingar fyrir þær. Með því væru fyrirtækin að brjóta gegn auglýsingabanni. Þá segir í báðum ákvörðununum að fyrirtækin hafi brotið gegn auglýsingabanni með því að hafa birt auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðla sína, Facebook og Instagram. Sem fyrr segir lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækin tvö. Stofnunin taldi tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þþat sem skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum eru í lögum. Nikótínpúðar Neytendur Verslun Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira
Í frétt á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þá hefur Neytendastofa birt ákvarðanir gagnvart tveimur fyrirtækjum vegna brota gegn auglýsingabanni, King Kong ehf. og Urriðafoss ehf., sem rekur Drekann. Í þeim kemur fram að það sé óheimilt að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Undir auglýsingar falli allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtæki hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Fram kemur að Neytendastofa hafi jafnframt lagt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Þá er það mat stofnunarinnar að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Má ekki standa „VAPE SHOP“ utan á sjoppunum Í ákvörðun Neytendastofu vegna King Kong ehf. segir að utan á verslunum fyrirtækisins mætti finna beinar tilvísanir til nikótínvara, rafretta og áfyllingar fyrir þær, en heiti verslunarinnar væri umkringt orðunum „VAPE SHOP“ auk auglýsingar þar sem fram kæmi „10 dósir að eigin vali á 6.500 kr.“ ásamt teiknaðri mynd af því sem virðist vera nikótíndós og nikótínpúði. Utan á verslun Drekans var sömuleiðis að finna orðin „VAPE SHOP“, að því er kemur fram í ákvörðun Neytendastofu vegna Urriðafoss ehf. Í báðum tilvikum taldi stofnunin ljóst að um væri að ræða beina tilvísun rafretta og áfyllingar fyrir þær. Með því væru fyrirtækin að brjóta gegn auglýsingabanni. Þá segir í báðum ákvörðununum að fyrirtækin hafi brotið gegn auglýsingabanni með því að hafa birt auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðla sína, Facebook og Instagram. Sem fyrr segir lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækin tvö. Stofnunin taldi tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þþat sem skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum eru í lögum.
Nikótínpúðar Neytendur Verslun Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira