Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. desember 2024 18:16 Jamie Foxx lenti í því miður óheppilega atviki að glasi var grýtt í andlit hans þegar hann var að fagna afmæli sínu á veitingastað á föstudag. Getty Óprúttinn aðili henti glasi í munn leikarans Jamie Foxx á 57 ára afmæli hans á föstudag. Sauma þurfti spor í andlit leikarans eftir atvikið en Foxx sjálfur segist þó of lánsamur til að stressa sig á málinu. Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira