Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 14:57 Sigurmyndin í keppninni. Eins og fram kemur í textanum að neðan hafði Bettina mikið fyrir því að ná myndinni. Mynd/Bettina Vass Ungverski ljósmyndarinn Bettina Vass hlaut á dögunum fyrstu verðlaun sem besti alþjóðlegi brúðkaupsljósmyndarinn í International Wedding Photographer of the Year. Bettina er sérhæfð í brúðkaupsljósmyndun og hefur verið búsett á Íslandi síðustu tólf ár. Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér. Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér.
Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira