„Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:30 Jón Halldór Eðvaldsson, eða Jonni, er skýr um það að vilja ekki setja takmarkandi reglur um fjölda erlendra leikmanna. Stöð 2 Sport Óhætt er að segja að Jón Halldór Eðvaldsson taki ekki undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á mikinn fjölda erlendra leikmanna í efstu deildum Íslands í körfubolta. Hann kveðst hundleiður á umræðu um þessi mál. Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira
Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira