Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 16:16 Mohamed Salah skorar mark Liverpool gegn Girona í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. getty/Eric Alonso Jamie Carragher telur að Mohamed Salah muni skrifa undir nýjan samning við Liverpool og vera áfram hjá félaginu. Hann telur að kostir Egyptans séu ekkert rosalega margir. Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða. Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða.
Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira