Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 08:00 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar í gærkvöld. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar. Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira