Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2024 15:01 Steindi og Auddi á sviði og til hægri einn af gestum Steinda sem fékk sér ritzkex, máv, klósettrúllu, sígarettu eða pylsu. „Þetta var mikið rugl,“ segir Steindi jr. sem varð fertugur í vikunni og hélt upp á það með risapartýi í Hlégarði í Mosfellsbæ um helgina. Þar var ýmislegt í boði, meðal annars að fá sér húðflúr en yfir fimmtíu manns þekktust boðið og fengu sér flúr af mávi, ritz-kexi, sígarettu, klósettrúllu eða pylsu, allt hluti sem eru í uppáhaldi hjá Steinda. „Ég hringdi daginn fyrir partý í æskuvin minn Jóhann Fannar sem flúrar hjá Tattúsetrinu og spurði hvort hann væri til í að koma og vera með litla stöð í horninu af því mér fannst aðallega svo fyndið að það yrði í boði. Ég sagði við hann að þetta yrðu svona max þrír til fjórir sem kæmu. Svo var bara biðröð í tattúið allt afmælið og þetta urðu yfir fimmtíu manns,“ segir Steindi hlæjandi. Hann segist í þetta skiptið hafa hreinlega skuldað partý en síðustu afmælisdögum hefur hann eytt heima að spila tölvuleiki. Þá voru góð ráð dýr og fékk hann einn sinn allra besta mann Auðunn Blöndal til þess að veislustýra, Rent a party til að sjá um afþreyinguna, Doctor Victor til að skemmta og fjöldann allan af þekktasta tónlistarfólki landsins á svið. Meðal þeirrra sem komu fram var enginn annar en Bjartmar Guðlaugsson. Auðunn Blöndal tók að sér veislustjórn fyrir sinn besta félaga. Karlakór Kjalnesinga lét sig ekki vanta. Virðulegt fólk með sitt fyrsta flúr En hvers vegna í ósköpunum valdi Steindi að láta flúra þessa hluti, máv, ritz-kex, sígarettu, klósettrúllu og pylsu á fólk? „Þetta eru allt svona hlutir sem tengjast mér. Mávur, klósettrúlla, sígaretta, ritzkex, pylsa. Þetta eru hlutir sem mér þykir mjög vænt um og það sem gladdi mig líklega mest var að sjá virðulegt fólk fá sér sitt fyrsta tattú í stólnum,“ segir Steindi hlæjandi. „Svanþór Einarsson eigandi fasteignasölu Mosfellsbæjar fékk sér til dæmis einn máv í tilefni dagsins. Svo gat ég eiginlega ekki horft framan í allt þetta fólk nema að hafa fengið mér tattú sjálfur. Svo ég endaði á að fá mér eiginlega allt á listanum.“ Arnar í Úlfi Úlfi lét ekki sitt eftir liggja. Svo margir fengu sér húðflúr að Steindi varð á endanum að gera það sjálfur. Nýr áratugur leggst vel í Steinda En hvernig leggst í þig að vera orðinn fertugur? „Ég er eiginlega bara í mínu besta stuði. Í alveg geggjuðum gír og ekki enn farið að leiðast, ég er enn frískur og fjörugur! Svo ég svari þessu eins og ég hafi verið að fagna sjötugsafmælinu en ekki fertugsafmælinu,“ segir Steindi enn hlæjandi. Hann hefur líkt og alltaf nóg fyrir stafni. Næsta sunnudag fara fram Litlu jól FM95Blö á Vísi og svo er stutt í frumsýningu á Draumahöllinni nýjum sketsaþáttum á Stöð 2 með honum og Sögu Garðars. „Saga átti einmitt metið í nautatækinu, hún hélt sér ekkert eðlilega lengi upp á þessu, það var galið að fylgjast með þessu.“ Margir spreyttu sig í nautatækinu góða. Steindi á sviði með sínum manni Sverri Bergmann. Nokkrar ræður um hvað Steindi er alltaf seinn Þegar Vísi náði af honum tali var Steindi á leiðinni út úr húsi og átti að vera mættur á fund klukkan 10:30. Klukkan var 10:45 þegar samtalið átti sér stað. „Það voru einmitt nokkrar ræður um þetta þarna um kvöldið, hvað mér hættir til þess að vera seinn.“ Steindi segist hafa það sér til málsbóta að hann sé hreinlega enn að jafna sig eftir afmæli. „Þetta var einfaldlega bara með skemmtilegri kvöldum sem ég man eftir. Ég er svo þakklátur fyrir þessa veislu.“ Blökastið í öllu sínu veldi. Það lét sig enginn vanta í gleðina hjá Steinda. Steindi var umkringdur vinum og vandamönnum þetta kvöld. Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik voru í stuði. Anna Svava, Bergur Ebbi, Patrik og Gylfi Þór. Veislustjórinn Auddi gekk úr skugga um að allir skemmtu sér vel. Patrik, Rúrik Gíslason og Aron Mola á dýrustu mynd sem tekin hefur verið í photobooth. Þingmenn létu sig ekki vanta. Stuð og stemning hjá Ívari Guðmunds, Pétri Jóhanni og félögum. Ólafur Thors og Gylfi Þór Sigurðsson fögnuðu að sjálfsögðu með afmælisbarninu. Emmsjé Gauti knúsaði sína bestu. Þórdís Valsdóttir lét halda á sér. Stuð og stemning hjá Jóhanni Kristófer, Aroni Mola og félögum. Steindi með Óla í Gametíví og félögum. Þakklæti var mönnum efst í huga fyrir gott partý. Sjónvarpsdrottningarnar Eva Laufey og Sigrún Ósk létu sig ekki vanta og mennirnir mættu með. Steindi passaði sig á því að heilsa upp á fólk. Tímamót Samkvæmislífið Tengdar fréttir Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Þau Steindi og Saga Garðarsdóttir eru að fara í loftið með Draumahöllina á Stöð 2. 6. desember 2024 11:33 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
„Ég hringdi daginn fyrir partý í æskuvin minn Jóhann Fannar sem flúrar hjá Tattúsetrinu og spurði hvort hann væri til í að koma og vera með litla stöð í horninu af því mér fannst aðallega svo fyndið að það yrði í boði. Ég sagði við hann að þetta yrðu svona max þrír til fjórir sem kæmu. Svo var bara biðröð í tattúið allt afmælið og þetta urðu yfir fimmtíu manns,“ segir Steindi hlæjandi. Hann segist í þetta skiptið hafa hreinlega skuldað partý en síðustu afmælisdögum hefur hann eytt heima að spila tölvuleiki. Þá voru góð ráð dýr og fékk hann einn sinn allra besta mann Auðunn Blöndal til þess að veislustýra, Rent a party til að sjá um afþreyinguna, Doctor Victor til að skemmta og fjöldann allan af þekktasta tónlistarfólki landsins á svið. Meðal þeirrra sem komu fram var enginn annar en Bjartmar Guðlaugsson. Auðunn Blöndal tók að sér veislustjórn fyrir sinn besta félaga. Karlakór Kjalnesinga lét sig ekki vanta. Virðulegt fólk með sitt fyrsta flúr En hvers vegna í ósköpunum valdi Steindi að láta flúra þessa hluti, máv, ritz-kex, sígarettu, klósettrúllu og pylsu á fólk? „Þetta eru allt svona hlutir sem tengjast mér. Mávur, klósettrúlla, sígaretta, ritzkex, pylsa. Þetta eru hlutir sem mér þykir mjög vænt um og það sem gladdi mig líklega mest var að sjá virðulegt fólk fá sér sitt fyrsta tattú í stólnum,“ segir Steindi hlæjandi. „Svanþór Einarsson eigandi fasteignasölu Mosfellsbæjar fékk sér til dæmis einn máv í tilefni dagsins. Svo gat ég eiginlega ekki horft framan í allt þetta fólk nema að hafa fengið mér tattú sjálfur. Svo ég endaði á að fá mér eiginlega allt á listanum.“ Arnar í Úlfi Úlfi lét ekki sitt eftir liggja. Svo margir fengu sér húðflúr að Steindi varð á endanum að gera það sjálfur. Nýr áratugur leggst vel í Steinda En hvernig leggst í þig að vera orðinn fertugur? „Ég er eiginlega bara í mínu besta stuði. Í alveg geggjuðum gír og ekki enn farið að leiðast, ég er enn frískur og fjörugur! Svo ég svari þessu eins og ég hafi verið að fagna sjötugsafmælinu en ekki fertugsafmælinu,“ segir Steindi enn hlæjandi. Hann hefur líkt og alltaf nóg fyrir stafni. Næsta sunnudag fara fram Litlu jól FM95Blö á Vísi og svo er stutt í frumsýningu á Draumahöllinni nýjum sketsaþáttum á Stöð 2 með honum og Sögu Garðars. „Saga átti einmitt metið í nautatækinu, hún hélt sér ekkert eðlilega lengi upp á þessu, það var galið að fylgjast með þessu.“ Margir spreyttu sig í nautatækinu góða. Steindi á sviði með sínum manni Sverri Bergmann. Nokkrar ræður um hvað Steindi er alltaf seinn Þegar Vísi náði af honum tali var Steindi á leiðinni út úr húsi og átti að vera mættur á fund klukkan 10:30. Klukkan var 10:45 þegar samtalið átti sér stað. „Það voru einmitt nokkrar ræður um þetta þarna um kvöldið, hvað mér hættir til þess að vera seinn.“ Steindi segist hafa það sér til málsbóta að hann sé hreinlega enn að jafna sig eftir afmæli. „Þetta var einfaldlega bara með skemmtilegri kvöldum sem ég man eftir. Ég er svo þakklátur fyrir þessa veislu.“ Blökastið í öllu sínu veldi. Það lét sig enginn vanta í gleðina hjá Steinda. Steindi var umkringdur vinum og vandamönnum þetta kvöld. Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik voru í stuði. Anna Svava, Bergur Ebbi, Patrik og Gylfi Þór. Veislustjórinn Auddi gekk úr skugga um að allir skemmtu sér vel. Patrik, Rúrik Gíslason og Aron Mola á dýrustu mynd sem tekin hefur verið í photobooth. Þingmenn létu sig ekki vanta. Stuð og stemning hjá Ívari Guðmunds, Pétri Jóhanni og félögum. Ólafur Thors og Gylfi Þór Sigurðsson fögnuðu að sjálfsögðu með afmælisbarninu. Emmsjé Gauti knúsaði sína bestu. Þórdís Valsdóttir lét halda á sér. Stuð og stemning hjá Jóhanni Kristófer, Aroni Mola og félögum. Steindi með Óla í Gametíví og félögum. Þakklæti var mönnum efst í huga fyrir gott partý. Sjónvarpsdrottningarnar Eva Laufey og Sigrún Ósk létu sig ekki vanta og mennirnir mættu með. Steindi passaði sig á því að heilsa upp á fólk.
Tímamót Samkvæmislífið Tengdar fréttir Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Þau Steindi og Saga Garðarsdóttir eru að fara í loftið með Draumahöllina á Stöð 2. 6. desember 2024 11:33 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Þau Steindi og Saga Garðarsdóttir eru að fara í loftið með Draumahöllina á Stöð 2. 6. desember 2024 11:33