Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 23:23 Dregið var úr milljónaveltu happdrættis Háskóla Íslands í kvöld. Vísir/Arnar Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. Í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands segir að allar götur síðan hafi sá gamli átt miðann sem skilaði honum vinninginn. Í gegnum tíðina hafi hann unnið fjölda vinninga en vinningur kvöldsins sé sá stærsti. Fyrsti vinningurinn í Aðalútdrættinum, sjö milljónir króna, féll á trompmiða og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin og endaði í 35 milljónum króna. „Miðaeigandinn ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar hann fékk símtal frá Happdrættinu þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Það má með sanni segja að vinningurinn komi sér vel enda um fimm manna fjölskyldu með unga tvíbura og leikskólabarn að ræða. Miðaeigandinn sagði að það munaði svo sannarlega um 35 skattfrjálsar milljónir fyrir unga fjölskyldu sem væri að koma undir sig fótunum,“ segir í fréttatilkynningunni. Fram kemur að útdráttur kvöldsins hafi verið lokahnykkur á 90 ára afmælisári Happdrættis Háskóla Íslands. Á árinu hafa 48.926 manns skipt á milli sín alls 1.914.655.000 kr. Fyrir utan vinningshafa kvöldsins vann einn miðaeigandi fimmtíu milljónir króna í maí, tólf miðaeigendur fengu sjö skattfrjálsar milljónir hver árið 2024 og átta vinningshafar fengu 2,5 milljónir króna hver. Á afmælisárinu hafa 180 einstaklingar fengið eina milljón króna í vinning í Happdrætti Háskólans á afmælisárinu. Sævar í Nussun ekki sá heppni Sævar Breki Einarsson, annar meðlimur tónlistartvíeykisins Nussun, og Guðrún Lóa Sverrisdóttir kærasta hans, eignuðust tvíbura þann 6. desember. Þrátt fyrir það segist hann ekki vera hinn heppni nýbakaði tvíburafaðir sem vann milljónirnar 35. Frá því greinir hann í Instagram sögu í kvöld. Fjárhættuspil Háskólar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands segir að allar götur síðan hafi sá gamli átt miðann sem skilaði honum vinninginn. Í gegnum tíðina hafi hann unnið fjölda vinninga en vinningur kvöldsins sé sá stærsti. Fyrsti vinningurinn í Aðalútdrættinum, sjö milljónir króna, féll á trompmiða og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin og endaði í 35 milljónum króna. „Miðaeigandinn ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar hann fékk símtal frá Happdrættinu þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Það má með sanni segja að vinningurinn komi sér vel enda um fimm manna fjölskyldu með unga tvíbura og leikskólabarn að ræða. Miðaeigandinn sagði að það munaði svo sannarlega um 35 skattfrjálsar milljónir fyrir unga fjölskyldu sem væri að koma undir sig fótunum,“ segir í fréttatilkynningunni. Fram kemur að útdráttur kvöldsins hafi verið lokahnykkur á 90 ára afmælisári Happdrættis Háskóla Íslands. Á árinu hafa 48.926 manns skipt á milli sín alls 1.914.655.000 kr. Fyrir utan vinningshafa kvöldsins vann einn miðaeigandi fimmtíu milljónir króna í maí, tólf miðaeigendur fengu sjö skattfrjálsar milljónir hver árið 2024 og átta vinningshafar fengu 2,5 milljónir króna hver. Á afmælisárinu hafa 180 einstaklingar fengið eina milljón króna í vinning í Happdrætti Háskólans á afmælisárinu. Sævar í Nussun ekki sá heppni Sævar Breki Einarsson, annar meðlimur tónlistartvíeykisins Nussun, og Guðrún Lóa Sverrisdóttir kærasta hans, eignuðust tvíbura þann 6. desember. Þrátt fyrir það segist hann ekki vera hinn heppni nýbakaði tvíburafaðir sem vann milljónirnar 35. Frá því greinir hann í Instagram sögu í kvöld.
Fjárhættuspil Háskólar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent