„Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 07:32 Tomas Soucek teygði níu fingur upp til heiðurs Michail Antonio, sem klæðist treyju númer níu, þegar hann fagnaði marki sínu gegn Úlfunum í gær. Getty/Justin Setterfield Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Soucek tileinkaði Michail Antonio markið sem hann skoraði í 2-1 sigri West Ham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann segir myndsímtal við Antonio hafa hjálpað liðinu fyrir leikinn. Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek. Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek.
Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira