Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2024 18:00 Alisson Becker sést hér ganga um borð í flugvélina sem fór með Liverpool liðið til Spánar. Getty/Andrew Powell Brasilíski markvörðurinn Alisson Becker er kominn til baka eftir meiðsli og verður með annað kvöld þegar Liverpool mætir Girona á útivelli í Meistaradeildinni. Alisson er í hópnum fyrir leikinn og það er líklegt að hann standi í markinu. Alisson hefur verið meiddur síðan 5. október og á meðan hefur írski markvörðurinn Caoimhín Kelleher staðið í marki liðsins. Alisson tognaði aftan í læri í 1-0 sigri á Crystal Palace og þurfti þá að fara af velli. Alisson Becker has been named in the 19-man squad for our #UCL tie with Girona 📋View our full travelling squad ⤵️— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2024 Kelleher hefur að mestu staðið sig mjög vel í marki Liverpool síðan en hann gerði dýrkeypt mistök undir lokin í 3-3 jafntefli á móti Newcastle United í síðasta deildarleik. Írinn missti af fyrirgjöf á klaufalegan hátt og Newcastle skoraði jöfnunarmarkið. Þau mistök kostuðu Liverpool tvö stig. Knattspyrnustjórinn Arne Slot hefur talað um að Alisson sé aðalmarkvörður liðsins og að hann komi inn í liðið þegar hann er leikfær. Brasilíumaðurinn byrjar því líklega leikinn annað kvöld. Alisson æfði með Liverpool í dag áður en hópurinn flaug saman til Spánar. Hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann skrifaði: „Svo ánægður að vera kominn til baka.“ Diogo Jota, sem hefur verið frá síðan í sigurleiknum á móti Chelsea 20. október síðastliðinn, æfði einnig með Liverpool í dag en hann er þó ekki í nítján manna hópnum fyrir Girona leikinn. Federico Chiesa er heldur ekki með vegna veikinda. Alisson Becker on Instagram ♥️ #lfc pic.twitter.com/S7tgBeOL1M— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) December 9, 2024 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Alisson er í hópnum fyrir leikinn og það er líklegt að hann standi í markinu. Alisson hefur verið meiddur síðan 5. október og á meðan hefur írski markvörðurinn Caoimhín Kelleher staðið í marki liðsins. Alisson tognaði aftan í læri í 1-0 sigri á Crystal Palace og þurfti þá að fara af velli. Alisson Becker has been named in the 19-man squad for our #UCL tie with Girona 📋View our full travelling squad ⤵️— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2024 Kelleher hefur að mestu staðið sig mjög vel í marki Liverpool síðan en hann gerði dýrkeypt mistök undir lokin í 3-3 jafntefli á móti Newcastle United í síðasta deildarleik. Írinn missti af fyrirgjöf á klaufalegan hátt og Newcastle skoraði jöfnunarmarkið. Þau mistök kostuðu Liverpool tvö stig. Knattspyrnustjórinn Arne Slot hefur talað um að Alisson sé aðalmarkvörður liðsins og að hann komi inn í liðið þegar hann er leikfær. Brasilíumaðurinn byrjar því líklega leikinn annað kvöld. Alisson æfði með Liverpool í dag áður en hópurinn flaug saman til Spánar. Hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann skrifaði: „Svo ánægður að vera kominn til baka.“ Diogo Jota, sem hefur verið frá síðan í sigurleiknum á móti Chelsea 20. október síðastliðinn, æfði einnig með Liverpool í dag en hann er þó ekki í nítján manna hópnum fyrir Girona leikinn. Federico Chiesa er heldur ekki með vegna veikinda. Alisson Becker on Instagram ♥️ #lfc pic.twitter.com/S7tgBeOL1M— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) December 9, 2024
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira