Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 07:32 Það gekk mun betur hjá Chelsea eftir að Marc Cucurella fór í þessa skó. Getty/Marc Atkins Spánverjinn Marc Cucurella rann tvisvar með ansi klaufalegum hætti í leik Chelsea og Tottenham í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og ætlar aldrei að nota sömu takkaskó aftur. Cucurella notaði skóna aðeins fyrstu tólf mínútur leiksins en eftir að hafa runnið til í annað sinn, sem leiddi til þess að Tottenham komst í 2-0, hljóp hann strax út fyrir völlinn og skipti um skó. Bæði mörk Tottenham höfðu komið eftir að Cucurella rann til, en eftir að hann fór í aðra skó gekk Chelsea betur og liðið endaði á að vinna 4-3 sigur í stórskemmtilegum leik. Cucurella átti meðal annars sendinguna á Jadon Sancho sem skoraði fyrsta mark Chelsea með frábærum hætti. Myndin fjarlægð Cucurella birti mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem sjá mátti að skórnir sem hann hóf leikinn í voru komnir ofan í ruslaflötu. Bakvörðurinn beitti einnig orðagríni og skrifaði: „Þessi rann [e. slipped] okkur næstum því úr greipum. En ég er stoltur af þessari mögnuðu liðsframmistöðu til að snúa stöðunni okkur í hag.“ Myndin af skónum í ruslatunnunni var hins vegar fljótt fjarlægð úr Instastory hjá Cucurella, enda sjálfsagt ekki beinlínis góð auglýsing fyrir Puma, framleiðanda skónna sem Cucurella notar. 🗑️👟 Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024 Cole Palmer skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Enzo Fernández skoraði sitt þriðja mark í fjórum síðustu leikjum, áður en Son Heung-min minnkaði muninn í blálokin. Chelsea hefur þar með unnið fimm leiki í röð, ef horft er á allar keppnir, og ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum, eða síðan liðið tapaði 2-1 gegn Liverpool á Anfield. Chelsea er nú í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik sinn við Everton til góða eftir að honum var frestað um helgina. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Cucurella notaði skóna aðeins fyrstu tólf mínútur leiksins en eftir að hafa runnið til í annað sinn, sem leiddi til þess að Tottenham komst í 2-0, hljóp hann strax út fyrir völlinn og skipti um skó. Bæði mörk Tottenham höfðu komið eftir að Cucurella rann til, en eftir að hann fór í aðra skó gekk Chelsea betur og liðið endaði á að vinna 4-3 sigur í stórskemmtilegum leik. Cucurella átti meðal annars sendinguna á Jadon Sancho sem skoraði fyrsta mark Chelsea með frábærum hætti. Myndin fjarlægð Cucurella birti mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem sjá mátti að skórnir sem hann hóf leikinn í voru komnir ofan í ruslaflötu. Bakvörðurinn beitti einnig orðagríni og skrifaði: „Þessi rann [e. slipped] okkur næstum því úr greipum. En ég er stoltur af þessari mögnuðu liðsframmistöðu til að snúa stöðunni okkur í hag.“ Myndin af skónum í ruslatunnunni var hins vegar fljótt fjarlægð úr Instastory hjá Cucurella, enda sjálfsagt ekki beinlínis góð auglýsing fyrir Puma, framleiðanda skónna sem Cucurella notar. 🗑️👟 Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024 Cole Palmer skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Enzo Fernández skoraði sitt þriðja mark í fjórum síðustu leikjum, áður en Son Heung-min minnkaði muninn í blálokin. Chelsea hefur þar með unnið fimm leiki í röð, ef horft er á allar keppnir, og ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum, eða síðan liðið tapaði 2-1 gegn Liverpool á Anfield. Chelsea er nú í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik sinn við Everton til góða eftir að honum var frestað um helgina.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira