Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2024 10:00 Íslenskar vinkonur Jennys Boucek hjálpuðu henni að samtvinna móðurhlutverkið með þjálfun í NBA. stöð 2 sport Kvennakarfan verður í brennidepli í þriðja þætti Kanans sem verður sýndur í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við fyrrverandi leikmann Keflavíkur sem starfar við þjálfun í NBA. Í þætti kvöldsins verður til dæmis rætt við Penni Peppas, fyrstu bandarísku körfuboltakonuna sem spilaði á Íslandi. Þá verður einnig rætt við Jenny Boucek sem lék með Keflavík tímabilið 1997-98. Boucek myndi sterk tengsl við samfélagið í Keflavík og hefur haldið sambandi við marga hér á landi. Eftir að ferlinum lauk hellti Boucek sér út í þjálfun og hefur náð langt á því sviði. Fyrir sex árum var hún ráðin aðstoðarþjálfari Indiana Pacers í NBA-deildinni, á sama tíma og hún varð ólétt. Íslenskar vinkonur Bouceks hvöttu hana til að taka við starfinu hjá Indiana og hjálpuðu henni að sinna því samhliða því að ala upp dóttur sína. „Ég varð ólétt einmitt þegar ég var ráðin inn í NBA. Á þeim tíma var ein kona í þjálfarateymum liðanna í NBA sem ferðuðust í leiki; Becky Hammon. Það var engin önnur kona og ég var að fara að verða einstæð móðir. Þannig að hvernig í fjandanum á ég að þjálfa í NBA, í karlaheimi sem einstæð móðir?“ sagði Boucek í Kananum. Klippa: Kaninn - fyrrverandi leikmaður Keflavíkur þjálfar í NBA „Ég talaði við liðsfélaga mína á Íslandi og vegna ykkar túlkunar á kynhlutverkunum sögðu þær: Af hverju geturðu ekki gert bæði? Við eigum dætur sem vilja koma til þín og af hverju sendum við þær ekki yfir til að hjálpa þér af stað. Einn fyrrverandi samherji minn sendi dóttur sína og síðan komu næstu tvær dætur. Allar þessar ungu konur hafa hjálpað mér að ala hana upp. Ég myndi ekki vilja hafa neinn hóp til að hafa áhrif á dóttur mína en ungar íslenskar konur.“ Innslagið úr þriðja þætti Kanans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þriðji þátturinn verður sýndur klukkan 19:00 á Stöð 2 og klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport. WNBA Keflavík ÍF Kaninn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Í þætti kvöldsins verður til dæmis rætt við Penni Peppas, fyrstu bandarísku körfuboltakonuna sem spilaði á Íslandi. Þá verður einnig rætt við Jenny Boucek sem lék með Keflavík tímabilið 1997-98. Boucek myndi sterk tengsl við samfélagið í Keflavík og hefur haldið sambandi við marga hér á landi. Eftir að ferlinum lauk hellti Boucek sér út í þjálfun og hefur náð langt á því sviði. Fyrir sex árum var hún ráðin aðstoðarþjálfari Indiana Pacers í NBA-deildinni, á sama tíma og hún varð ólétt. Íslenskar vinkonur Bouceks hvöttu hana til að taka við starfinu hjá Indiana og hjálpuðu henni að sinna því samhliða því að ala upp dóttur sína. „Ég varð ólétt einmitt þegar ég var ráðin inn í NBA. Á þeim tíma var ein kona í þjálfarateymum liðanna í NBA sem ferðuðust í leiki; Becky Hammon. Það var engin önnur kona og ég var að fara að verða einstæð móðir. Þannig að hvernig í fjandanum á ég að þjálfa í NBA, í karlaheimi sem einstæð móðir?“ sagði Boucek í Kananum. Klippa: Kaninn - fyrrverandi leikmaður Keflavíkur þjálfar í NBA „Ég talaði við liðsfélaga mína á Íslandi og vegna ykkar túlkunar á kynhlutverkunum sögðu þær: Af hverju geturðu ekki gert bæði? Við eigum dætur sem vilja koma til þín og af hverju sendum við þær ekki yfir til að hjálpa þér af stað. Einn fyrrverandi samherji minn sendi dóttur sína og síðan komu næstu tvær dætur. Allar þessar ungu konur hafa hjálpað mér að ala hana upp. Ég myndi ekki vilja hafa neinn hóp til að hafa áhrif á dóttur mína en ungar íslenskar konur.“ Innslagið úr þriðja þætti Kanans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þriðji þátturinn verður sýndur klukkan 19:00 á Stöð 2 og klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport.
WNBA Keflavík ÍF Kaninn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira