„Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. desember 2024 22:33 Ty-Shon Alexander lék sinn annan leik fyrir Keflavík í kvöld. getty/Ethan Miller Keflavík tók á móti Tindastól í Blue höllinni í kvöld í lokaleik níundu umferðar Bónus deild karla. Keflvíkingar hittu frábærlega úr sínum skotum og fóru með 27 stiga sigur, 120-93. Annar af tveimur nýju leikmönnum Keflvíkur var glaður í leikslok. „Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
„Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira