Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 11:33 Orri Steinn Óskarsson er aðeins tvítugur en var markahæstur Íslands í Þjóðadeildinni í haust með þrjú mörk í sex leikjum. vísir/Hulda Margrét Meðalaldur leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á þessu ári var einn sá lægsti hjá landsliðunum 54 í Evrópu. Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira