„Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. desember 2024 21:35 Nikolas Tomsick í leik gegn KR tímabilið 2018-19, þegar hann lék síðast með liðinu. vísir „Þetta er frábær tilfinning, ég er ánægður að vera mættur aftur til Íslands eftir smá tíma í burtu. Þetta var sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti. Mér líður eins og við Þór þurftum á hvorum öðrum að halda,“ sagði Nikolas Tomsick, sem er snúinn aftur til Þórs Þorlákshafnar og lék með liðinu í 106-84 heimasigri gegn Hetti í kvöld. „Ég kom hingað bara í gærkvöldi [náði ekki æfingu með liðinu] og er enn að finna út úr hlutunum. Ég reyndi bara að hjálpa liðinu eins mikið og ég gat og fékk að kynnast liðsfélögum mínum inni á vellinum,“ sagði Nikolas um leikinn.Hann spilaði tæpar 25 mínútur, skoraði fjórtán stig og gaf eina stoðsendingu. Lenti í gærkvöldi Þetta hefur verið strembinn sólarhringur en það var ekki að sjá á frammistöðunni að Nikolas væri nýkominn til landsins. „Við fórum aðeins yfir hlutina í gærkvöldi og ég fékk að hitta strákana í dag, ég þekki auðvitað einhverja fyrir. Spilamennskan mun bara batna eftir því sem við spilum oftar saman.“ Ekki ókunnugur Íslandi Nikolas hefur áður spilað hérlendis, hann var í aðalhlutverki hjá Þór veturinn 2018-19, og skoraði þá að meðaltali 22,8 stig, gaf 7,6 stoðsendingar og tók 3,9 fráköst. Hann skilaði litlu síðri tölum hjá Stjörnunni veturinn eftir það og varð bikarmeistari með Garðbæingum, og var svo einnig lykilmaður hjá Tindastóli leiktíðina 2020-21, áður en hann kvaddi Ísland í bili. Tomsick, sem er 33 ára gamall, hefur spilað í Kósovó, Tékklandi, Belgíu og nú síðast Hollandi eftir að hann fór frá Íslandi. „Þetta hefur verið frábær tími en það er frábært að snúa aftur til Íslands. Ég er mjög ánægður að vera mættur aftur og hlakka til að hjálpa liðinu.“ Stefnan sett á titil Þegar Nikolas fór af landinu 2021 var Þór nýorðinn Íslandsmeistari. Liðið hefur ekki sýnt sömu takta síðan þá en stefnan er að sjálfsögðu sett á titil í vor. „Það er markmiðið. Ég er ekki mættur aftur til Íslands til að vera miðlungs. Þeir vilja vinna, ég vil vinna, þannig að markmiðið er að sjálfsögðu að vinna titla,“ sagði Nikolas að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
„Ég kom hingað bara í gærkvöldi [náði ekki æfingu með liðinu] og er enn að finna út úr hlutunum. Ég reyndi bara að hjálpa liðinu eins mikið og ég gat og fékk að kynnast liðsfélögum mínum inni á vellinum,“ sagði Nikolas um leikinn.Hann spilaði tæpar 25 mínútur, skoraði fjórtán stig og gaf eina stoðsendingu. Lenti í gærkvöldi Þetta hefur verið strembinn sólarhringur en það var ekki að sjá á frammistöðunni að Nikolas væri nýkominn til landsins. „Við fórum aðeins yfir hlutina í gærkvöldi og ég fékk að hitta strákana í dag, ég þekki auðvitað einhverja fyrir. Spilamennskan mun bara batna eftir því sem við spilum oftar saman.“ Ekki ókunnugur Íslandi Nikolas hefur áður spilað hérlendis, hann var í aðalhlutverki hjá Þór veturinn 2018-19, og skoraði þá að meðaltali 22,8 stig, gaf 7,6 stoðsendingar og tók 3,9 fráköst. Hann skilaði litlu síðri tölum hjá Stjörnunni veturinn eftir það og varð bikarmeistari með Garðbæingum, og var svo einnig lykilmaður hjá Tindastóli leiktíðina 2020-21, áður en hann kvaddi Ísland í bili. Tomsick, sem er 33 ára gamall, hefur spilað í Kósovó, Tékklandi, Belgíu og nú síðast Hollandi eftir að hann fór frá Íslandi. „Þetta hefur verið frábær tími en það er frábært að snúa aftur til Íslands. Ég er mjög ánægður að vera mættur aftur og hlakka til að hjálpa liðinu.“ Stefnan sett á titil Þegar Nikolas fór af landinu 2021 var Þór nýorðinn Íslandsmeistari. Liðið hefur ekki sýnt sömu takta síðan þá en stefnan er að sjálfsögðu sett á titil í vor. „Það er markmiðið. Ég er ekki mættur aftur til Íslands til að vera miðlungs. Þeir vilja vinna, ég vil vinna, þannig að markmiðið er að sjálfsögðu að vinna titla,“ sagði Nikolas að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira