Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 11:02 Stjörnumenn köstuðu frá sér átta marka forskoti gegn HK en eru enn þremur stigum ofar en HK-ingar, í 7. sæti Olís-deildarinnar. vísir/Diego Stjarnan hefur kært framkvæmd leiks liðsins við HK, í Olís-deild karla í handbolta, eftir að dómarar nýttu síma til þess að skera úr um atvik í lok leiksins. HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“ Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“
Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira