„Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 07:02 Kevin De Bruyne og Pep Guardiola þvertaka fyrir að brestir séu komnir í samstarf þeirra. getty/Michael Regan Kevin De Bruyne gaf lítið fyrir umræðuna um meint ósætti þeirra Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, eftir sigurinn á Nottingham Forest Eftir að hafa leikið sjö leiki í röð án þess að vinna sigraði City Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær, 3-0. De Bruyne lagði fyrsta mark City upp og skoraði annað markið sjálfur. Talsvert hefur verið rætt og ritað um meint ósætti De Bruynes og Guardiolas en þeir Gary Neville og Jamie Carragher telja að eitthvað hafi komið upp á í sambandi City-mannanna og vísuðu til þess hversu lítið Belginn spilaði í tapinu fyrir Liverpool, 2-0. Guardiola blés á allar slíkar vangaveltur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Forest. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta.“ De Bruyne segir af og frá að þeir Guardiola séu ósáttir við hvorn annan. „Ég veit að margt hefur verið sagt. Það hafa aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep. Hann veit að ég hef átt í vandræðum,“ sagði De Bruyne sem var í byrjunarliði City í gær, í fyrsta sinn síðan 18. september, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla. „Þetta er sársaukafullt og óþægilegt. Ég vil komast aftur á völlinn. Mér leið vel í byrjun tímabilsins og legg hart að mér að koma aftur. Kannski verður þetta upp og niður úr þessu en vonandi get ég komið aftur án mikils sársauka og þá verður þetta í lagi.“ City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Eftir að hafa leikið sjö leiki í röð án þess að vinna sigraði City Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær, 3-0. De Bruyne lagði fyrsta mark City upp og skoraði annað markið sjálfur. Talsvert hefur verið rætt og ritað um meint ósætti De Bruynes og Guardiolas en þeir Gary Neville og Jamie Carragher telja að eitthvað hafi komið upp á í sambandi City-mannanna og vísuðu til þess hversu lítið Belginn spilaði í tapinu fyrir Liverpool, 2-0. Guardiola blés á allar slíkar vangaveltur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Forest. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta.“ De Bruyne segir af og frá að þeir Guardiola séu ósáttir við hvorn annan. „Ég veit að margt hefur verið sagt. Það hafa aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep. Hann veit að ég hef átt í vandræðum,“ sagði De Bruyne sem var í byrjunarliði City í gær, í fyrsta sinn síðan 18. september, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla. „Þetta er sársaukafullt og óþægilegt. Ég vil komast aftur á völlinn. Mér leið vel í byrjun tímabilsins og legg hart að mér að koma aftur. Kannski verður þetta upp og niður úr þessu en vonandi get ég komið aftur án mikils sársauka og þá verður þetta í lagi.“ City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira