Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2024 19:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi verið of bráðir á sér þegar þeir hækkuðu vexti á verðtryggðum lánum í kjölfar síðustu stýrivaxtalækkunnar. Verið sé að kanna hvort draga megi úr kröfum til fyrstu kaupenda. Það vakti hörð viðbrögð í síðasta mánuði þegar Íslandsbanki og Arion banki ákváðu að hækka vexti á verðtryggðum útlánum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Breki Karlsson gagnrýndi vaxtahækkanirnar harðlega í fréttum á sínum tíma. „Það má eiginlega segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans,“ sagði Breki í fréttum 20. nóvember. Bankarnir útskýrðu hækkanir með því að raunstýrivextir eða bil milli verðbólgu og stýrivaxta, væru enn of háir og því dýrt að fjármagna verðtryggð útlán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar að bankarnir hafi farið of geyst í vaxtahækkununum. „Mér fannst þeir vera heldur bráðir á sér. En ég veit að þetta þétta raunvaxtaaðhald sem við erum að knýja fram leiðir til þess að þeir eru að taka tap á verðtryggðum lánum,“ segir hann. Þurfi jafnvægi milli inn- og útlána Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands benti á í fréttum 20. nóvember að bankarnir gætu leyst fjármögnunarvanda sinn vegna útlána í slíkri stöðu. „Einföld leið til að minnka sveifluna er að miða húsnæðislán við langtímalán ekki skammtímalán,“ sagði Már. Ásgeir segir einnig mikilvægt að fjármögnun bankanna sé í takt við útlán þeirra. „Það má velta fyrir sér hvort bankarnir hefðu átt að auka verðtryggð útlán svo hratt án þess að hafa hugað að verðtryggðri fjármögnun,“ segir Ásgeir. Sljákka mögulega á kröfum vegna fyrstu kaupa Seðlabankinn hefur síðustu ár hert skilyrði til lántöku fasteignalána. Ásgeir segir að mögulega verði sljákkað á þeim á næstunni. „Eitt af því sem kæmi alveg til greina er að lækka væri kröfur á fyrstu kaupendur um leið og við teljum að skilyrðin til þess séu komin,“ segir hann. Í umræðu um háa raunstýrivexti hefur verið gagnrýnt að næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé ekki fyrr en í febrúar. Ásgeir segir ekki koma til greina að flýta fundinum. „Það hefur ekki komið til greina. Peningastefnunefnd hefur ákveðna fundadagskrá og það er ekkert sem hefur komið fram sem verður til þess að við röskum þeirri dagskrá,“ segir hann. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Það vakti hörð viðbrögð í síðasta mánuði þegar Íslandsbanki og Arion banki ákváðu að hækka vexti á verðtryggðum útlánum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Breki Karlsson gagnrýndi vaxtahækkanirnar harðlega í fréttum á sínum tíma. „Það má eiginlega segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans,“ sagði Breki í fréttum 20. nóvember. Bankarnir útskýrðu hækkanir með því að raunstýrivextir eða bil milli verðbólgu og stýrivaxta, væru enn of háir og því dýrt að fjármagna verðtryggð útlán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar að bankarnir hafi farið of geyst í vaxtahækkununum. „Mér fannst þeir vera heldur bráðir á sér. En ég veit að þetta þétta raunvaxtaaðhald sem við erum að knýja fram leiðir til þess að þeir eru að taka tap á verðtryggðum lánum,“ segir hann. Þurfi jafnvægi milli inn- og útlána Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands benti á í fréttum 20. nóvember að bankarnir gætu leyst fjármögnunarvanda sinn vegna útlána í slíkri stöðu. „Einföld leið til að minnka sveifluna er að miða húsnæðislán við langtímalán ekki skammtímalán,“ sagði Már. Ásgeir segir einnig mikilvægt að fjármögnun bankanna sé í takt við útlán þeirra. „Það má velta fyrir sér hvort bankarnir hefðu átt að auka verðtryggð útlán svo hratt án þess að hafa hugað að verðtryggðri fjármögnun,“ segir Ásgeir. Sljákka mögulega á kröfum vegna fyrstu kaupa Seðlabankinn hefur síðustu ár hert skilyrði til lántöku fasteignalána. Ásgeir segir að mögulega verði sljákkað á þeim á næstunni. „Eitt af því sem kæmi alveg til greina er að lækka væri kröfur á fyrstu kaupendur um leið og við teljum að skilyrðin til þess séu komin,“ segir hann. Í umræðu um háa raunstýrivexti hefur verið gagnrýnt að næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé ekki fyrr en í febrúar. Ásgeir segir ekki koma til greina að flýta fundinum. „Það hefur ekki komið til greina. Peningastefnunefnd hefur ákveðna fundadagskrá og það er ekkert sem hefur komið fram sem verður til þess að við röskum þeirri dagskrá,“ segir hann.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13