Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 11:32 Borche Ilievski er í miklum metum hjá ÍR-ingum eftir að hafa gert frábæra hluti með liðið fyrir nokkrum árum. ÍR varð meðal annars nálægt því að verða Íslandsmeistari undir hans stjórn vorið 2019. vísir/vilhelm Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrósuðu ÍR-ingum eftir að þeir unnu Íslandsmeistara Valsmanna í fyrsta leiknum undir stjórn Borche Ilievski. Borchse sneri aftur til ÍR á dögunum og tók í annað sinn við liðinu. Hann fór með það alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fimm árum. Borche stýrði ÍR í fyrsta sinn eftir endurkomuna þegar liðið sigraði Val, 84-83, á föstudaginn. ÍR-ingar töpuðu fyrstu sex leikjum sínum í Bónus deild karla en hafa nú unnið tvo leiki í röð. Jón Halldór Eðvaldsson segir mikinn mun á framlagi og vinnusemi leikmanna ÍR og Hauka sem hafa enn ekki unnið leik í deildinni. „Ég væri til í að vera með skiptan skjá og sýna framlagið sem er í gangi,“ sagði Jón Halldór og Stefán Árni Pálsson benti svo á að stuðningsmenn ÍR hefðu ærst úr fögnuði. Borche fór og fagnaði með þeim beint eftir leikinn. „Mér er skítsama um þessa áhorfendur. Þetta snýst ekkert um þá. Þetta snýst um það sem þeir eru að leggja á gólfið. Hefurðu séð Mate (Dalmay, fyrrverandi þjálfara Hauka) fara upp í stúku? Hefurðu séð þessa ákefð? Alls ekki. Þetta er munurinn. Ákefðin sem er í gangi. Hæfileikarnir í ÍR-liðinu eru ekkert meiri en í Haukaliðinu að mínu mati en þeir eru að gefa miklu meira í þetta,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um ÍR Pavel Ermolinskij telur að endurkoma Borche muni hjálpa ÍR-ingum í baráttunni sem framundan er. „Þetta er maður sem er löngu búinn að sanna sig í þessari deild og búinn að gera vel. Hann er að koma inn í erfiðar aðstæður en það er alveg hægt að færa mjög sterk rök fyrir því að þetta sé rétti maðurinn á þessum tímapunkti út af því að ÍR-ingar eiga góðar minningar af honum eins og þessa ferð í úrslitin. Það er mikil trú og þetta skapar smá jákvæðni í félaginu því þú manst eftir þeim tímum,“ sagði Pavel. „Hann sýnir líka þarna að honum er alls ekki sama. Hann er strax byrjaður að tengja við áhorfendur og fá alla með. Hvað sem Borche ætlar að gera með liðið, hvernig það á að spila, einhverja taktík og eitthvað; aðal leiðin fyrir ÍR til að vinna og halda sér í deildinni er þessi stemmning sem er þarna. Án hennar eiga þeir ekki séns. Þeir þurfa að gera það sem þeir geta til að ýta undir þetta.“ Næsti leikur ÍR er gegn hinum nýliðunum, KR, á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01 Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Borchse sneri aftur til ÍR á dögunum og tók í annað sinn við liðinu. Hann fór með það alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fimm árum. Borche stýrði ÍR í fyrsta sinn eftir endurkomuna þegar liðið sigraði Val, 84-83, á föstudaginn. ÍR-ingar töpuðu fyrstu sex leikjum sínum í Bónus deild karla en hafa nú unnið tvo leiki í röð. Jón Halldór Eðvaldsson segir mikinn mun á framlagi og vinnusemi leikmanna ÍR og Hauka sem hafa enn ekki unnið leik í deildinni. „Ég væri til í að vera með skiptan skjá og sýna framlagið sem er í gangi,“ sagði Jón Halldór og Stefán Árni Pálsson benti svo á að stuðningsmenn ÍR hefðu ærst úr fögnuði. Borche fór og fagnaði með þeim beint eftir leikinn. „Mér er skítsama um þessa áhorfendur. Þetta snýst ekkert um þá. Þetta snýst um það sem þeir eru að leggja á gólfið. Hefurðu séð Mate (Dalmay, fyrrverandi þjálfara Hauka) fara upp í stúku? Hefurðu séð þessa ákefð? Alls ekki. Þetta er munurinn. Ákefðin sem er í gangi. Hæfileikarnir í ÍR-liðinu eru ekkert meiri en í Haukaliðinu að mínu mati en þeir eru að gefa miklu meira í þetta,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um ÍR Pavel Ermolinskij telur að endurkoma Borche muni hjálpa ÍR-ingum í baráttunni sem framundan er. „Þetta er maður sem er löngu búinn að sanna sig í þessari deild og búinn að gera vel. Hann er að koma inn í erfiðar aðstæður en það er alveg hægt að færa mjög sterk rök fyrir því að þetta sé rétti maðurinn á þessum tímapunkti út af því að ÍR-ingar eiga góðar minningar af honum eins og þessa ferð í úrslitin. Það er mikil trú og þetta skapar smá jákvæðni í félaginu því þú manst eftir þeim tímum,“ sagði Pavel. „Hann sýnir líka þarna að honum er alls ekki sama. Hann er strax byrjaður að tengja við áhorfendur og fá alla með. Hvað sem Borche ætlar að gera með liðið, hvernig það á að spila, einhverja taktík og eitthvað; aðal leiðin fyrir ÍR til að vinna og halda sér í deildinni er þessi stemmning sem er þarna. Án hennar eiga þeir ekki séns. Þeir þurfa að gera það sem þeir geta til að ýta undir þetta.“ Næsti leikur ÍR er gegn hinum nýliðunum, KR, á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01 Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
„Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01
Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00