„Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2024 19:45 Björn Leví og Willum Þór verða ekki þingmenn á nýju kjörtímabili. Vísir Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu, alveg þar til síðustu tölur bárust eftir hádegi í dag. Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður sem einnig kveður þingið segir niðurstöðuna vonbrigði og létti í senn. Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“ Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“
Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent