Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Magnús Jochum Pálsson, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 30. nóvember 2024 19:17 Kristín Edwald segir að búast megi við því að kjörgögn og atkvæðakassar muni berast seinna vegna veðurs og færðar. Vísir/Einar Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar. Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira