Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2024 16:44 Mótmælandi með georgíska fánann og fána Evrópusambandsins sveipaðan um sig andspænis hópi lögreglumanna við georgíska þinghúsið í Tíblisi. Stjórnarandstaðan hefur mótmælt kosningaúrslitunum undanfarnar vikur. Vísir/EPA Þingkosningarnar sem fóru fram í Georgíu í haust fóru ekki heiðarlega fram og þær ætti að endurtaka, að mati Evrópuþingsins. Það kallar ennfremur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum stjórnarflokksins Georgíska draumsins. Margvíslegar athugasemdir hafa komið fram um þingkosningarnar í Georgíu í síðasta mánuði. Georgíski draumurinn náði hreinum meirihluta samkvæmt opinberum tölum sem stjórnarandstaðan í landinu með forsetann fremstan í flokki dregur í efa. Ásakanir eru uppi um atkvæðakaup, kosningasvik og þrýsting á kjósendur. Afgerandi meirihluti Evrópuþingsins samþykkti ályktun í dag um að opinber úrslit kosninganna endurspegluðu ekki vilja georgísku þjóðarinnar og að halda bæri kosningarnar aftur innan árs undir alþjóðlegu eftirliti. Þá kallaði þingheimur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum Georgíska draumsins sem bæru ábyrgð á hnignun lýðræðis í landinu. Maka Bochorisvhivli, utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Georgíska draumsins, sagði ályktun Evrópuþingsins byggjast á „ónákvæmum upplýsingum“, að því er kemur fram í frétt Politico. Georgía stefndi enn að Evrópusambandsaðild. Georgía hafði stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en sambandið frysti umsókn landsins eftir að Georgíski draumurinn samþykkti lög sem þrengja verulega að frjálsum félagasamtökum og fjölmiðlum fyrr á þessu ári. Georgía Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17. maí 2024 06:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Margvíslegar athugasemdir hafa komið fram um þingkosningarnar í Georgíu í síðasta mánuði. Georgíski draumurinn náði hreinum meirihluta samkvæmt opinberum tölum sem stjórnarandstaðan í landinu með forsetann fremstan í flokki dregur í efa. Ásakanir eru uppi um atkvæðakaup, kosningasvik og þrýsting á kjósendur. Afgerandi meirihluti Evrópuþingsins samþykkti ályktun í dag um að opinber úrslit kosninganna endurspegluðu ekki vilja georgísku þjóðarinnar og að halda bæri kosningarnar aftur innan árs undir alþjóðlegu eftirliti. Þá kallaði þingheimur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum Georgíska draumsins sem bæru ábyrgð á hnignun lýðræðis í landinu. Maka Bochorisvhivli, utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Georgíska draumsins, sagði ályktun Evrópuþingsins byggjast á „ónákvæmum upplýsingum“, að því er kemur fram í frétt Politico. Georgía stefndi enn að Evrópusambandsaðild. Georgía hafði stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en sambandið frysti umsókn landsins eftir að Georgíski draumurinn samþykkti lög sem þrengja verulega að frjálsum félagasamtökum og fjölmiðlum fyrr á þessu ári.
Georgía Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17. maí 2024 06:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17. maí 2024 06:01