Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar 29. nóvember 2024 07:00 Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl. Þar var meðal annars talað um að þróa nýja námsleið í íslensku sem öðru máli til þess að „auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagslegri og akademískri menningu, auka aðgengi að háskólamenntun og fjölga atvinnutækifærum að námi loknu.“ Ráðherranefndinni virðist ekki hafa verið ljóst að þessi námsleið er fyrir hendi í Háskóla Íslands og hefur verið lengi, annars vegar í formi BA náms í íslensku sem annað mál og diplómunáms í íslensku sem annað mál. BA námið er venjubundið háskólanám í öðru máli, en diplómanámið er til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið eða frekara háskólanám. Taka skal fram að Háskóli Íslands er eina háskólastofnun í heimi sem kennir íslensku sem annað mál til brautskráningar og þar er fyrir hendir gífurleg þekking á kennslu og rannsóknum í því tilliti. BA námið hefur brautskráð fjölda nemenda undanfarna hálfa öld eða svo og diplómanámið, sem er nýlegra, hefur skilað hundruðum út á vinnumarkað og í frekara háskólanám. Sem dæmi má taka að mörg þeirra sem ætla að vinna í heilbrigðiskerfinu hafa lært íslensku í HÍ til að geta starfað þar. Ætla mætti að slíkur árangur sem ótvírætt hefur náðst hlyti viðurkenningu í ráðuneyti háskólamála, ekki síst í ljósi þeirrar áherslu sem lögð er á íslenskukennslu innflytjenda. En það er öðru nær, nýlega lagði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um að setja á skólagjöld á háskólanema sem eiga uppruna utan EES og hyggjast hefja hér nám. Þetta eru t.d. frændur vorir Vestur-Íslendingar, en sá sem þetta ritar hefur haft nokkra nemendur sem til þeirra teljast og þeir eru víðar. Skólagjöldin eiga að standa undir öllum kostnaði við menntun þessara nemenda og yrðu því mjög há, raunar svo há að erfitt er að ímynda sér að nokkur sækti um það. Þessi löggjöf hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Háskóla Íslands, bæði sem heildar og einnig í kennslu íslensku og íslenskra fræða. Stór hluti doktorsnema á Íslandi er í þessum hópi og vitað er hve erfitt er að fá styrki í það nám hér á landi, rétt um einn af fimm fær styrk. Doktorsnám er hins vegar mjög mikilvægt fyrir Háskóla Íslands og ef hann missti fjölda slíkra nema kæmi það niður á samanburði skólans við þá erlendu skóla sem hann keppir við. Innan íslensku- og menningardeildar er einnig boðið upp á mjög vel þekkt alþjóðanám í miðaldafræðum þar sem erlendir nemendur leggja stund á íslenska menningu miðalda og ljúka því með meistaraprófi. Sum halda áfram í doktorsnám, önnur fara til síns heima og breiða út þekkingu á Íslandi og íslenskri menningu. Sama má segja um nemendur sem stunda nám í þýðingafræði á meistarastigi; fjölmörg þeirra eru orðin þýðendur íslenskra bókmennta. Stóri pósturinn er hins vegar íslenska sem annað mál, námsgrein sem styður við íslenskukunnáttu og inngildingu svo um munar, það sést af aðsóknartölum og brautskráningum. Það er óhætt að fullyrða að og íslenska sem annað mál sé flaggskip íslenskukennslu fyrir útlendinga í öllum heiminum og hvergi er til eins víðtæk þekking á þessu sviði. Þessi grein yrði fyrir miklu höggi ef áform háskólaráðherra næðu fram að ganga og virðist það algjörlega andstætt þeim markmiðum að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur, raunar vinnur það mjög gegn þeim. Furðu sætir líka að frumvarpið er sett í samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin er fallin og er einungis starfsstjórn sem hefur ekkert umboð til að leggja fram frumvörp sem hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar. Er þetta kannski einungis köld kveðja frá fráfarandi háskólaráðherra eða hefur ráðuneytið ekki frétt af stjórnarslitunum? Hver sem skýringin er verður að vonast til þess að þetta frumvarp fari í ruslakörfuna sem fyrst. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl. Þar var meðal annars talað um að þróa nýja námsleið í íslensku sem öðru máli til þess að „auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagslegri og akademískri menningu, auka aðgengi að háskólamenntun og fjölga atvinnutækifærum að námi loknu.“ Ráðherranefndinni virðist ekki hafa verið ljóst að þessi námsleið er fyrir hendi í Háskóla Íslands og hefur verið lengi, annars vegar í formi BA náms í íslensku sem annað mál og diplómunáms í íslensku sem annað mál. BA námið er venjubundið háskólanám í öðru máli, en diplómanámið er til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið eða frekara háskólanám. Taka skal fram að Háskóli Íslands er eina háskólastofnun í heimi sem kennir íslensku sem annað mál til brautskráningar og þar er fyrir hendir gífurleg þekking á kennslu og rannsóknum í því tilliti. BA námið hefur brautskráð fjölda nemenda undanfarna hálfa öld eða svo og diplómanámið, sem er nýlegra, hefur skilað hundruðum út á vinnumarkað og í frekara háskólanám. Sem dæmi má taka að mörg þeirra sem ætla að vinna í heilbrigðiskerfinu hafa lært íslensku í HÍ til að geta starfað þar. Ætla mætti að slíkur árangur sem ótvírætt hefur náðst hlyti viðurkenningu í ráðuneyti háskólamála, ekki síst í ljósi þeirrar áherslu sem lögð er á íslenskukennslu innflytjenda. En það er öðru nær, nýlega lagði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um að setja á skólagjöld á háskólanema sem eiga uppruna utan EES og hyggjast hefja hér nám. Þetta eru t.d. frændur vorir Vestur-Íslendingar, en sá sem þetta ritar hefur haft nokkra nemendur sem til þeirra teljast og þeir eru víðar. Skólagjöldin eiga að standa undir öllum kostnaði við menntun þessara nemenda og yrðu því mjög há, raunar svo há að erfitt er að ímynda sér að nokkur sækti um það. Þessi löggjöf hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Háskóla Íslands, bæði sem heildar og einnig í kennslu íslensku og íslenskra fræða. Stór hluti doktorsnema á Íslandi er í þessum hópi og vitað er hve erfitt er að fá styrki í það nám hér á landi, rétt um einn af fimm fær styrk. Doktorsnám er hins vegar mjög mikilvægt fyrir Háskóla Íslands og ef hann missti fjölda slíkra nema kæmi það niður á samanburði skólans við þá erlendu skóla sem hann keppir við. Innan íslensku- og menningardeildar er einnig boðið upp á mjög vel þekkt alþjóðanám í miðaldafræðum þar sem erlendir nemendur leggja stund á íslenska menningu miðalda og ljúka því með meistaraprófi. Sum halda áfram í doktorsnám, önnur fara til síns heima og breiða út þekkingu á Íslandi og íslenskri menningu. Sama má segja um nemendur sem stunda nám í þýðingafræði á meistarastigi; fjölmörg þeirra eru orðin þýðendur íslenskra bókmennta. Stóri pósturinn er hins vegar íslenska sem annað mál, námsgrein sem styður við íslenskukunnáttu og inngildingu svo um munar, það sést af aðsóknartölum og brautskráningum. Það er óhætt að fullyrða að og íslenska sem annað mál sé flaggskip íslenskukennslu fyrir útlendinga í öllum heiminum og hvergi er til eins víðtæk þekking á þessu sviði. Þessi grein yrði fyrir miklu höggi ef áform háskólaráðherra næðu fram að ganga og virðist það algjörlega andstætt þeim markmiðum að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur, raunar vinnur það mjög gegn þeim. Furðu sætir líka að frumvarpið er sett í samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin er fallin og er einungis starfsstjórn sem hefur ekkert umboð til að leggja fram frumvörp sem hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar. Er þetta kannski einungis köld kveðja frá fráfarandi háskólaráðherra eða hefur ráðuneytið ekki frétt af stjórnarslitunum? Hver sem skýringin er verður að vonast til þess að þetta frumvarp fari í ruslakörfuna sem fyrst. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun