Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 19:37 Landlæknir er sú stofnun sem rannsakar dánarmein ef þurfa þykir. Vísir/Arnar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttum þess í kvöld. Þar kom fram að samkvæmt dánarmeinaskrá ársins 2023 hafi fjórir látist vegna aukaverkana eftir bólusetningu við kórónuveirunni, þrír karlar og ein kona. Ötull talsmaður Ivermectin Í skránni kemur ekki fram hver það var sem skráði andlátin en heimildir Ríkisútvarpsins herma að það hafi verið sami maður sem skráði þau öll og að þau hafi öll búið á sama hjúkrunarheimili. Þær herma einnig að læknirinn hafi verið ötull talsmaður lyfsins Ivermectin en umræða um að það tiltekna lyf veitti góða vörn gegn einkennum veirunnar var áberandi meðal þeirra sem vantreysta bóluefnum. Í skriflegu svari Embættis landlæknis við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að það hafi þessi mál til skoðunar og hafi óskað eftir upplýsingum frá lækninum sem skráði andlátin. Kalli á nánari athugun Einnig er þar tekið fram að læknum sé falið með lögum að skrá dánarorsök með réttum hætti og að þessi skráning kalli á nánari athugun af hálfu embættisins. Andlát af völdum aukaverkana vegna bólusetningar eru afar sjaldgæf. Óháðir sérfræðingar leggi mat á málið og greint verði frá niðurstöðu opinberlega en embættið tjái sig ekki frekar á meðan sú vinna er í gangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttum þess í kvöld. Þar kom fram að samkvæmt dánarmeinaskrá ársins 2023 hafi fjórir látist vegna aukaverkana eftir bólusetningu við kórónuveirunni, þrír karlar og ein kona. Ötull talsmaður Ivermectin Í skránni kemur ekki fram hver það var sem skráði andlátin en heimildir Ríkisútvarpsins herma að það hafi verið sami maður sem skráði þau öll og að þau hafi öll búið á sama hjúkrunarheimili. Þær herma einnig að læknirinn hafi verið ötull talsmaður lyfsins Ivermectin en umræða um að það tiltekna lyf veitti góða vörn gegn einkennum veirunnar var áberandi meðal þeirra sem vantreysta bóluefnum. Í skriflegu svari Embættis landlæknis við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að það hafi þessi mál til skoðunar og hafi óskað eftir upplýsingum frá lækninum sem skráði andlátin. Kalli á nánari athugun Einnig er þar tekið fram að læknum sé falið með lögum að skrá dánarorsök með réttum hætti og að þessi skráning kalli á nánari athugun af hálfu embættisins. Andlát af völdum aukaverkana vegna bólusetningar eru afar sjaldgæf. Óháðir sérfræðingar leggi mat á málið og greint verði frá niðurstöðu opinberlega en embættið tjái sig ekki frekar á meðan sú vinna er í gangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira