Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði frábært mark í bikarleik Wolfsburg um helgina. Markið var líka langþráð fyrir íslenska landsliðsframherjann. Getty/Swen Pförtner/ Sveindís Jane Jónsdóttir endaði 49 daga bið sína eftir marki hjá Wolfsburg með stórglæsilegu marki um helgina. Sveindís skoraði markið með heimsklassa afgreiðslu og markið var liði hennar líka gríðarlega mikilvægt í bikarsigri. Sveindís breytti leiknum með tveimur mörkum og einni stoðsendingu og sá öðrum fremur til þess að Wolfsburg er komið í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Sveindís kom inn á sem varamaður á 72. mínútu eftir að hafa misst af Meistaradeildarleiknum í vikunni. Hún kom hungruð inn á völinn og lét til sín taka. Wolfsburg var þarna 1-0 undir í leiknum og þurfti á hjálp að halda. Liðið jafnaði á 82. mínútu og Sveindís kom þeim síðan yfir þremur mínútum síðar. Sveindís gerði síðan út um leikinn með því að skora fjórða markið og sitt annað mark í uppbótartíma leiksins. Í millitíðinni lagði Sveindís síðan upp skallamark fyrir Fennu Kalma eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Fyrra markið sitt skoraði Sveindís með heimsklassa afgreiðslu, fékk boltann fyrir utan teiginn, lék fram hjá einum varnarmanni á laglegan hátt áður en hún þrumaði boltanum upp í þaknetið utarlega úr teignum. Frábær afgreiðsla. Seinna markið skoraði hún af stuttu færi eftir að hafa verið fyrst að átta sig eftir að markvörður Mainz varði skalla liðsfélaga hennar. Þetta voru langþráð mörk fyrir okkar konu sem hafði ekki skorað fyrir Wolfsburg síðan hún skoraði eitt markanna í 5-0 sigri á Leipzig 4. október síðastliðinn. Hún er alls með þrjú mörk í fjórtán leikjum í deild (1), bikar (2) og Evrópukeppnum (0) á þessu tímabili. Það má sjá mörkin hennar sem og stoðsendinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TrTQbXZePR0">watch on YouTube</a> Þýski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Sveindís skoraði markið með heimsklassa afgreiðslu og markið var liði hennar líka gríðarlega mikilvægt í bikarsigri. Sveindís breytti leiknum með tveimur mörkum og einni stoðsendingu og sá öðrum fremur til þess að Wolfsburg er komið í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Sveindís kom inn á sem varamaður á 72. mínútu eftir að hafa misst af Meistaradeildarleiknum í vikunni. Hún kom hungruð inn á völinn og lét til sín taka. Wolfsburg var þarna 1-0 undir í leiknum og þurfti á hjálp að halda. Liðið jafnaði á 82. mínútu og Sveindís kom þeim síðan yfir þremur mínútum síðar. Sveindís gerði síðan út um leikinn með því að skora fjórða markið og sitt annað mark í uppbótartíma leiksins. Í millitíðinni lagði Sveindís síðan upp skallamark fyrir Fennu Kalma eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Fyrra markið sitt skoraði Sveindís með heimsklassa afgreiðslu, fékk boltann fyrir utan teiginn, lék fram hjá einum varnarmanni á laglegan hátt áður en hún þrumaði boltanum upp í þaknetið utarlega úr teignum. Frábær afgreiðsla. Seinna markið skoraði hún af stuttu færi eftir að hafa verið fyrst að átta sig eftir að markvörður Mainz varði skalla liðsfélaga hennar. Þetta voru langþráð mörk fyrir okkar konu sem hafði ekki skorað fyrir Wolfsburg síðan hún skoraði eitt markanna í 5-0 sigri á Leipzig 4. október síðastliðinn. Hún er alls með þrjú mörk í fjórtán leikjum í deild (1), bikar (2) og Evrópukeppnum (0) á þessu tímabili. Það má sjá mörkin hennar sem og stoðsendinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TrTQbXZePR0">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira