Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 14:02 Haukar bíð þess að vita hvort þeir verði ekki örugglega með í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í desember en dregið verður á miðvikudaginn. vísir/Anton „Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla. Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira