Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 14:02 Haukar bíð þess að vita hvort þeir verði ekki örugglega með í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í desember en dregið verður á miðvikudaginn. vísir/Anton „Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla. Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira