Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal skrifa 22. nóvember 2024 13:45 Nú styttist í alþingiskosningar og þá fáum við tækifæri til þess að kjósa stjórnmálaflokka í næstu ríkisstjórn. Frambjóðendur kappkosta þessa dagana við að koma sínum áherslu- og stefnumálum á framfæri. Vandamálið við kosningaloforð stjórnmálaflokka er að þau eiga það til að gleymast, jafnvel daginn eftir að kosningar eru afstaðnar. Málefni fatlaðs fólks hafa almennt lítið sem ekkert verið til umræðu, sem er mikið áhyggjuefni. Að gefnu tilefni vill Þroskahjálp því koma eftirfarandi á framfæri: Til að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa undirgengist, m.a. með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þurfa stjórnvöld og þeir sem kosnir eru til forystu að axla ábyrgð. Grundvallarforsenda samningsins er að fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreyttum þörfum. Verkefnið er því að breyta samfélaginu svo allir fái tækifæri til þátttöku á eigin forsendum en ekki að breyta fötluðu fólki til að passa inn í samfélagið – eða skilja það út undan. Allt fatlað fólk á að hafa tækifæri til jafns við aðra til þess að lifa sjálfstæðu lífi, búa við mannsæmandi lífskjör, hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og vinnumarkaði, eiga möguleika á að búa á eigin heimili og njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Helstu áherslumál Landssamtakanna Þroskahjálpar Að fötluðu fólki verði tryggð sú þjónusta sem það þarf og á rétt á til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Leysa þarf deiluna á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi kostnaðarskiptingu og ábyrgð. Að stjórnvöld axli ábyrgð á því að tækni, s.s. rafræn skilríki og gervigreind, sem notuð er til þess að veita aðgegni að mikilvægri þjónustu sé aðgengileg öllum. Að ríki og sveitarfélög ráðist í alvöru átak til að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk, en um 450 fatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð. Einnig þarf að gera lagfæringar á stofnframlagakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svo hægt sé að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk í gegnum stofnframlagakerfið og innan þess ramma sem kerfið leyfir. Það er mjög hæpið reikningsdæmi í dag. Að grunnörorkulífeyrirgreiðslur verði hækkaðar hjá þeim hóp sem hefur engar aðrar greiðslur en örorkulífeyrisgreiðslur. Að stjórnvöld auki aðgengi allra án aðgreiningar að námi á öllum skólastigum og að aukið verði fjármagn í tengslum við inngildandi nám fatlaðra barna og ungmenna. Að stjórnvöld bæti þjónustu við fötluð börn og ungmenni og að ráðist verði í átak til að vinna á biðlistum (Ráðgjafa- og greiningarstöðin, Geðheilsumiðstöð barna, Heyrnar- og talmeinastöð) til að lögin um farsæld barna skili því sem þeim er ætlað. Að stjórnvöld tryggi aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með fjölþættan vanda hefur hingað til ekki verið í boði, nema fyrir alvarlegustu tilfellin. Engin meðferðarúrræði eru til fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk með fíknivanda. Að stjórnvöld fari í átak í atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk hjá opinberum stofnunum. Að stjórnvöld lögfesti samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks án tafar. Að stjórnvöld standi við áætlanir sínar um stofnun á burðugri og sjálfstæðri Mannréttindastofnun Íslands og að Réttindagæsla fatlaðs fólks verði styrkt til muna undir nýrri stofnun og viðeigandi fjármagn verði tryggt til rekstursins. Að stjórnvöld tryggi að Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 verði fyllt eftir og að þær 60 aðgerðir sem áætlunin inniheldur komist til framkvæmda. Að lokum viljum við vekja athygli á því að á fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 19. okt. sl. sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir. Má lesa nánar um þessar ályktanir hér. Samtökin hvetja frambjóðendur til þess að láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar og þá fáum við tækifæri til þess að kjósa stjórnmálaflokka í næstu ríkisstjórn. Frambjóðendur kappkosta þessa dagana við að koma sínum áherslu- og stefnumálum á framfæri. Vandamálið við kosningaloforð stjórnmálaflokka er að þau eiga það til að gleymast, jafnvel daginn eftir að kosningar eru afstaðnar. Málefni fatlaðs fólks hafa almennt lítið sem ekkert verið til umræðu, sem er mikið áhyggjuefni. Að gefnu tilefni vill Þroskahjálp því koma eftirfarandi á framfæri: Til að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa undirgengist, m.a. með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þurfa stjórnvöld og þeir sem kosnir eru til forystu að axla ábyrgð. Grundvallarforsenda samningsins er að fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreyttum þörfum. Verkefnið er því að breyta samfélaginu svo allir fái tækifæri til þátttöku á eigin forsendum en ekki að breyta fötluðu fólki til að passa inn í samfélagið – eða skilja það út undan. Allt fatlað fólk á að hafa tækifæri til jafns við aðra til þess að lifa sjálfstæðu lífi, búa við mannsæmandi lífskjör, hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og vinnumarkaði, eiga möguleika á að búa á eigin heimili og njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Helstu áherslumál Landssamtakanna Þroskahjálpar Að fötluðu fólki verði tryggð sú þjónusta sem það þarf og á rétt á til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Leysa þarf deiluna á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi kostnaðarskiptingu og ábyrgð. Að stjórnvöld axli ábyrgð á því að tækni, s.s. rafræn skilríki og gervigreind, sem notuð er til þess að veita aðgegni að mikilvægri þjónustu sé aðgengileg öllum. Að ríki og sveitarfélög ráðist í alvöru átak til að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk, en um 450 fatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð. Einnig þarf að gera lagfæringar á stofnframlagakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svo hægt sé að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk í gegnum stofnframlagakerfið og innan þess ramma sem kerfið leyfir. Það er mjög hæpið reikningsdæmi í dag. Að grunnörorkulífeyrirgreiðslur verði hækkaðar hjá þeim hóp sem hefur engar aðrar greiðslur en örorkulífeyrisgreiðslur. Að stjórnvöld auki aðgengi allra án aðgreiningar að námi á öllum skólastigum og að aukið verði fjármagn í tengslum við inngildandi nám fatlaðra barna og ungmenna. Að stjórnvöld bæti þjónustu við fötluð börn og ungmenni og að ráðist verði í átak til að vinna á biðlistum (Ráðgjafa- og greiningarstöðin, Geðheilsumiðstöð barna, Heyrnar- og talmeinastöð) til að lögin um farsæld barna skili því sem þeim er ætlað. Að stjórnvöld tryggi aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með fjölþættan vanda hefur hingað til ekki verið í boði, nema fyrir alvarlegustu tilfellin. Engin meðferðarúrræði eru til fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk með fíknivanda. Að stjórnvöld fari í átak í atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk hjá opinberum stofnunum. Að stjórnvöld lögfesti samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks án tafar. Að stjórnvöld standi við áætlanir sínar um stofnun á burðugri og sjálfstæðri Mannréttindastofnun Íslands og að Réttindagæsla fatlaðs fólks verði styrkt til muna undir nýrri stofnun og viðeigandi fjármagn verði tryggt til rekstursins. Að stjórnvöld tryggi að Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 verði fyllt eftir og að þær 60 aðgerðir sem áætlunin inniheldur komist til framkvæmda. Að lokum viljum við vekja athygli á því að á fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 19. okt. sl. sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir. Má lesa nánar um þessar ályktanir hér. Samtökin hvetja frambjóðendur til þess að láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun